Nú brú vígð yfir Eyjafjarðará

  • 2. júlí 2020
  • Fréttir

Vígsluathöfn Vesturbrúar var hátíðleg mynd:Aðsend

Viðtal við Sigfús Helgason

Í gær var vígð á Akureyri ný göngu og reiðbrú yfir vestustu kvísl Eyjafjarðará. Töluverður styr stóð lengi um þessa framkvæmd og hestamenn á Akureyri þurftu að leggjast þungt á árar til að þessi framkvæmd yrði að veruleika. Því var mikil hátíð meðal hestamanna á Akureyri og blásið til mikillar vígsluhátíðar brúarinnar í gær í samstarfi við Akureyrarbæ og þegar öllu er á botninn hvolft þá má segja að samstarfið við þessa framkvæmd hafi verið til mikilla fyrirmyndar og árangurinn glæsilegur sem raun ber vitni í þessari glæsilegu brú.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra opnaði brúnna formlega við hátíðlega athöfn og við sama tilefni var tilkynnt að brúin hefði hlotið nafnið Vesturbrú.

Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigfús Helgason ríða saman til athafnarinnar

Sigfús Helgason er framkvæmdarstjóri Hestamannafélagsins Léttis og hann hafði þetta að segja um opnun brúarinnar „Sannarlega er þessi nýja brú kærkomin og kemur hún í stað annarrar eldri brúar sem loka varð vegna uppsetninga ILS aðflugsbúnaði við Akureyrarflugvöll. Gamla brúin lokaði s.l haust og allt frá þeim tíma hafa  hestamenn á Akureyri verið  lokaðir inni á Akureyri og ekki komist hvorki fram Eyjafjörð né austur um sveitir. Því var mikil gleði í okkar hópi í gær.Þessi brú sem er rúmir 60 metrar er eflaust einhver glæsilegasta reiðbrú landsins og heldur alveg óskaplega vel utan um mann þegar maður ríður þarna yfir, enda komum við Léttismenn að hönnun handriða brúarinnar og þarfir okkar hestamanna fengu mikin hljómgrunn hjá hönnuðum hennar.“ Nú hefst nýr kafli hjá okkur Léttismönnum og fyrsti hópurinn sem hyggur á ferðalög austur í sveitir fór yfir brúna með um það bil 30 hross nokkrum mínútum eftir að brúin var vígð. Við Léttismenn erum alsælir með þessa brú enda fyrir henni hefur verið barist og nú í dag vorum við að uppskera ríkulega. Þetta var mikill gleðidagur hjá okkur Léttismönnum.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar