Sigursteinn og Davíð unnu skeiðgreinarnar

  • 20. mars 2021
  • Uncategorized @is
Meistaradeild Líflands

Keppni í  í Gæðingaskeiði og 150m skeiði í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fór fram í dag, 20. mars, að Brávöllum á Selfossi. Keppnin hófst á Gæðingaskeiði. Eftir fyrri sprett stóðu efstir, sigurvegararnir frá því í fyrra, Davíð Jónsson og Irpa frá Borgarnesi með einkunnina 8,08. Eftir seinni sprett stóðu jafnir, þeir Davíð og Konráð Valur á Tangó frá Litla-Garði – báðir með einkunnina 7,96. En samkvæmt reglum séu fleiri en einn með jafnar einkunnir í fyrsta sæti ráða einkunnir dómara sætaröðun (þ.e.ekki tími) (þetta á ekki bara við um efsta sæti heldur skal knöpum neðar einnig raðað eftir þessari reglu). Samkvæmt því urðu Davíð og Irpa sigurvegarar í Gæðingaskeiði.

Að lokinni keppni í gæðingaskeiði var  keppt í 150 skeiði. Sigurvegarar 2020, Konráð Valur og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu, urðu að þessu sinni í 5. sæti en fyrsta sætið hrepptu þeir Sigursteinn Sumarliðason og Krókus frá Dalbæ á tímanum 14,58 sek.

Á þessu móti var hægt að fylgjast með úr bílum og var ekki annað að sjá en að áhorfendur væru mjög meðvitaðir um að fylgja sóttvarnarreglum. Eins og áður var hægt að fylgjast með mótinu í beinni á Rúv2 eða í gegnum streymi á Alendis TV.

Upphitunarknapar dagsins voru fulltrúar frá U21 Landsliði LH Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Björk frá Barkarstöðum, 10 vetra og Kristján Árni Birgisson og Rut frá Vöðlum, 8 vetra.

Staðan í liðakeppni og einstaklingskeppnini var æsispennandi fyrir mótið. Staðan var sú að lið Top Reiter leiddi í stigakeppninni með 196,5 stig og í einstaklingskeppninni var það Jakob Svavar Sigurðsson sem leiddi með 37 stig. Staðan eftir daginn í dag er sú að lið Top Reiter leiðir áfram með 303,5 stig og í einstaklingskeppninni leiðir nú Árni Björn Pálsson með 44 stig.

Davíð Jónsson og Irpa urðu hlutskörpust í gæðingaskeiðinu í dag.

Niðurstöður í gæðingaskeiði PP1:

  1. Davíð Jónsson og Irpa frá Borgarnesi – Skeiðvellir / Árheimar – 7,96
  2. Konráð Valur Sveinsson og Tangó frá Litla-Garði – Top Reiter – 7,96
  3. Jóhann Kristinn Ragnarsson og Þórvör frá Lækjarbotnum    – Hestvit / Árbakki – 7,88
  4. Hans Þór Hilmarsson og Penni frá Eystra-Fróðholti – Hjarðartún – 7,42
  5. Arnar Bjarki Sigurðarson og Hrafnhetta frá Hvannstóði – Hrímnir – 7,17
  6. Eyrún Ýr Pálsdóttir     og Sigurrós frá Gauksmýri – Top Reiter – 7,17
  7. Árni Björn Pálsson og Snilld frá Laugarnesi – Top Reiter – 7,13
  8. Sigursteinn Sumarliðason og Stanley frá Hlemmiskeiði 3 – Skeiðvellir / Árheimar – 7,08
  9. Þórarinn Ragnarsson og Sirkus frá Torfunesi – Hjarðartún – 7
  10. Jakob Svavar Sigurðsson og Ernir frá Efri-Hrepp – Hjarðartún – 6,96
  11. Sigurður Vignir Matthíasson og Tign frá Fornusöndum – Ganghestar / Margrétarhof – 6,88
  12. Hulda Gústafsdóttir og Skrýtla frá Árbakka – Hestvit / Árbakki – 6,83
  13. Bergur Jónsson og Tromma frá Skúfslæk – Gangmyllan – 6,71
  14. Gústaf Ásgeir Hinriksson og Sjóður frá Þóreyjarnúpi – Hestvit / Árbakki – 6,71
  15. Ævar Örn Guðjónsson og Ás frá Eystri-Hól – Gangmyllan – 6,67
  16. Glódís Rún Sigurðardóttir og Máney frá Kanastöðum – Ganghestar / Margrétarhof – 6,42
  17. Sólon Morthens og Þingey frá Torfunesi – Skeiðvellir / Árheimar – 6,42
  18. Sigurður Sigurðarson og Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga 1 – Gangmyllan – 6,33
  19. Flosi Ólafsson og Kolfinna frá Auðsstöðum – Hrímnir – 6,29
  20. Reynir Örn Pálmason og Ása frá Fremri-Gufudal – Ganghestar / Margrétarhof – 6,17
  21. Viðar Ingólfsson og Kunningi frá Hofi – Hrímnir – 6,08
  22. Ásmundur Ernir Snorrason og Fáfnir frá Efri-Rauðalæk – Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð – 4,54
  23. Þórdís Erla Gunnarsdóttir og Óskastjarna frá Fitjum Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð – 4,46
  24. Jóhann Magnússon og Sigur frá Bessastöðum – Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð – 4,21
Sigursteinn Sumarliðason og Krókus voru fljótastir að fara 150 metrana í dag.

Niðurstöður í 150m skeiði:

  1. Sigursteinn Sumarliðason og Krókus frá Dalbæ – Skeiðvellir / Árheimar – 14,58
  2. Árni Björn Pálsson og Seiður frá Hlíðarbergi            – Top Reiter -15,18
  3. Hans Þór Hilmarsson  og Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði – Hjarðartún – 15,29
  4. Gústaf Ásgeir Hinriksson og Sjóður frá Þóreyjarnúpi – Hestvit / Árbakki – 15,32
  5. Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II – Top Reiter – 15,42
  6. Davíð Jónsson og Glóra frá Skógskoti – Skeiðvellir / Árheimar – 15,53
  7. Sigurður Sigurðarson og Drómi frá Þjóðólfshaga 1 – Gangmyllan – 15,55
  8. Hinrik Bragason og Rangá frá Torfunesi – Hestvit / Árbakki – 15,73
  9. Benjamín Sandur Ingólfsson og Ásdís frá Dalsholti – Hrímnir – 15,74
  10. Ásmundur Ernir Snorrason og Fáfnir frá Efri-Rauðalæk – Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð – 15,83
  11. Viðar Ingólfsson og Ópall frá Miðási – Hrímnir – 15,91
  12. Bergur Jónsson og Tromma frá Skúfslæk – Gangmyllan – 15,96
  13. Jakob Svavar Sigurðsson og Jarl frá Kílhrauni – Hjarðartún – 16,01
  14. Arnar Bjarki Sigurðarson og Hvanndal frá Oddhóli – Hrímnir – 16,23
  15. Jóhann Magnússon og Fröken frá Bessastöðum – Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð – 16,42
  16. Janus Halldór Eiríksson og Þröm frá Þóroddsstöðum – Skeiðvellir / Árheimar – 17,81
  17. Þórdís Erla Gunnarsdóttir og Óskastjarna frá Fitjum – Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð – 18,29
  18. Sigurður Vignir Matthíasson og Léttir frá Eiríksstöðum – Ganghestar / Margrétarhof – 0
  19. Reynir Örn Pálmason og Skemill frá Dalvík – Ganghestar / Margrétarhof – 0
  20. Eyrún Ýr Pálsdóttir og Sigurrós frá Gauksmýri – Top Reiter – 0
  21. Jóhann Kristinn Ragnarsson og Þórvör frá Lækjarbotnum – Hestvit / Árbakki – 0
  22. Elvar Þormarsson – Tígull frá Bjarnastöðum – Hjarðartún – 0
  23. Ævar Örn Guðjónsson og Draumur frá Borgarhóli – Gangmyllan – 0
  24. Glódís Rún Sigurðardóttir og Blikka frá Þóroddsstöðum – Ganghestar / Margrétarhof – 0

Upplýsingar fengnar af vefnum www.meistaradeild.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar