Danmörk Sjóli frá Dalbæ fallinn frá

  • 23. júlí 2023
  • Uncategorized @is
Stóðhesturinn Sjóli frá Dalbæ er fallinn frá, 27 vetra.

Sjóli hlaut á sínum tíma 10 fyrir skeið, sýndur af Daníel Jónssyni og fóru þeir félagar saman á Heimsmeistaramótið 2003. Stóð Stjóli þar efstur í flokki 7 vetra og eldri stóðhesta með 8,66 í aðaleinkunn, 8.93 fyrir hæfileika og 8.26 fyrir sköpulag.  Sjóli var undan Trostan frá Kjartansstöðum og Sjöfn frá Dalbæ og ræktandi Sjóla var Már Ólafsson.

 

 

Hæst dæmda afkvæmi Sjóla var hinn dansk fæddi Pjakkur fra Vesterlyng en hann hlaut fyrir sköpulag 8,63 og fyrir hæfileika 8,50 sem gerir 8,55 í aðaleinkunn. Sjóli hefur skilað mörgum afkvæmum með 9,0 eða 9,5 fyrir skeið en hann er m.a. faðir Ísleifs vom Lipperthof sem hefur verið að gera góða hluti á skeiðbrautinni með knapa sínum Steffi Platner.

Sjóli eyddi síðustu árum sínum hjá eigendum sínum á Poppelhøj í Danmörku en þau skrifuðu eftirfarandi minningar orð um Sjóla:

”Sjóli died today. We sent him off in the best possible way. A stallion we at Poppelhøj Icelandskeheste will miss immensely. Sleep well old man.” ~Poppelhøj

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar