Skeifudagurinn haldinn hátíðlegur

  • 28. apríl 2024
  • Fréttir

Skeifudagurinn fór vel fram í blíðskaparveðri að Mið-Fossum á Sumardaginn fyrsta að venju. Margt var um manninn og hófst dagskráin kl 13 með fánareið og opnunarávarp brautarstjóra Helga Eyleifs Þorvaldssonar.

Um salinn riðu Guðbjartur Þór Stefánsson reiðkennari og Lára Guðnadóttir sem sat í söðli og þjóðbúning. Þá bættust í salinn allir nemendur sem tóku þátt í Skeifukeppninni þau Bragi Geir Bjarnason, Heiðrún Hrund Sigurðardóttir, Hildur Ósk Þórsdóttir, Jessinia Christine Wallach, Jón Halldór Torfason, Lára Guðnadóttir og Sunna Lind Sigurjónsdóttir.

Að opnunaratriði loknu sýndu nemendur af fyrsta ári í hestafræði skrautreið um salinn áður en búfræðinemendur sýndu tamningatrippi sín og Guðbjartur fór yfir feril vetrarins. Þá riðu í salin feðginin frá Hemlu II Vignir Siggeirsson og Katrín Diljá Vignisdóttir en Katrín er í stjórn Grana. Jessina Wallach tók þá við og sýndi áhorfendum sína nálgun á þjálfun íslenska hestsins með alþjóðlegri aðferðafræði. Í lok dagskrár voru svo riðin úrslit í Gunnarsbikarnum. Að lokinni dagskrá í reiðhöllinni var kaffi og verðlaunaathöfn í hesthúsinu.

Morgunblaðsskeifan

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson veitti Morgunblaðsskeifuna í ár en hana hlaut Sunna Lind Sigurjónsdóttir. í öðru sæti lenti Jessinia Wallach og Bragi Geir Bjarnason í þriðja.

Ásetuverðlaun Félags Tamningamanna

Jessinia Wallach

Eiðfaxabikar

Jessinia Wallach

Framfaraverðlaun Reynis

Heiðrún Hrund Sigurðardóttir og Jón Halldór Torfason

 

 

 

www.lbhi.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar