Suðurlandsdeildin Skiptir máli að vera með góða hesta

  • 27. apríl 2024
  • Fréttir

Ívar Örn var stigahæsti áhugamaðurinn í Suðurlandsdeild SS

Viðtal við Ívar Örn stigahæsta áhugamanninn í Suðurlandsdeild SS.

Ívar Örn Guðjónsson var stigahæsti áhugamaðurinn í Suðurlandsdeild SS. Hann átti góðu gengi að fagna í deildinni í vetur. Hann keppti í öllum greinum nema slaktaumatölti en á því móti kepptu knapar annað hvort í parafimi eða slaktaumatölti.

„Það skiptir fyrst og fremst máli að vera með góða hesta og gott fólk á bakvið sig. Það skiptir öllu. Ég tefldi fram þremur hestum í vetur en ég var með mjög góðann fjórgangara og töltara. Síðan fékk ég lánaða góða hryssu hjá þeim Bjarna og Kristínu í Hjarðartúni en þau í Hjarðartúni, Hansi og Arnhildur, hafa hjálpað mér mikið í vetur,“ segir Ívar en hann endaði m.a. í 2. sæti í fjórgangi á Þrótti frá Hvammi og í 2. sæti í töltinu á Dofra frá Sauðárkróki.

„Þetta er gott veganesti inn í sumarið og stefni ég á að vera með í deildinni aftur á næsta ári. Það er mjög gaman að taka þátt í henni en það er mikil breidd af knöpum. Hér getur áhugamaðurinn keppt við atvinnumanninn og atvinnumennirnir hjálpa áhugamanninum.“

Ívar Örn var í liði Árbæjarhjáleigu/Hjarðartúns en liðið vann liðakeppnina þriðja árið í röð. Knapar í liðinu með Ívari eru þau Auður Stefánsdóttir, Arnhildur Helgadóttir, Hermann Arason, Karen Konráðsdóttir og Stella Sólveig Pálmarsdóttir.

„Það var mjög góður andi í liðinu og gaman að vera með þeim í vetur,“ segir Ívar ánægður með árangurinn í deildinni.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar