Strengur frá Þúfum efstur
Nýr kynbótamatsútreikningur birtist í Worldfeng nú um miðjan október. Fjöldi alþjóðlegra kynbótadóma (fullnaðardóma) sem lágu til grundvallar útreikningnum að þessu sinnu var 36.160. Fyrir forvitna hestaspekúlanta er gaman að skoða nýja kynbótamatsútreikninga og spá í spilin.
Nú beinum við sjónum okkar að þeim stóðhestum sem hafa 132 eða meira í aðaleinkunn kynbótamats og eiga ekki sýnd afkvæmi í kynbótadómi. Þeirra mat byggir því á þeirra eigin kynbótadómi og/eða ætternisupplýsingum. Allir eru þessir hestar ræktaðir á Íslandi.
Strengur frá Þúfum stendur vel í kynbótamatinu með 136 stig í aðaleinkunn en hann er jafnframt næsthæst dæmdi 4. vetra stóðhestur frá upphafi dóma með 8.65 í aðaleinkunn. Faðir Strengs er Sólon frá Þúfum og móðir Harpa frá Þúfum sem bæði eru útaf heiðursverðlaunahryssunni Nótu frá Stóra-Ási. Ræktendur og eigendur Strengs eru Gísli Gíslason og Mette Mannseth.
Næstur á eftir Streng kemur Eldklettur frá Prestsbæ en hann er undan Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum og Þotu frá Prestsbæ, ræktendur hans eru Inga og Ingar Jensen en eigandi er Brúarskarð BV hann er með 135 stig í kynbótamati.
Hér fyrir neðan má sjá töflu með þeim stóðhestum sem um ræðir, foreldra, aðaleinkunn kynbótamats og öryggi.
Nafn | Faðir | Móðir | Aldur | Aðaleinkunn | Öryggi |
Strengur frá Þúfum | Sólon frá Þúfum | Harpa frá Þúfum | 4 | 136 | 81% |
Eldklettur frá Prestsbæ | Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólium | Þota frá Prestsbæ | 2 | 135 | 64% |
Bláþráður frá Prestsbæ | Þráinn frá Flagbjarnarholti | Þrá frá Prestsbæ | 2 | 134 | 63% |
Frakkur frá Flagbjarnarholti | Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólium | Fold frá Flagbjarnarholti | 2 | 134 | 63% |
Nn frá Geitaskarði | Skýr frá Skálakoti | Hrönn frá Ragnheiðarstöðum | 1 | 134 | 64% |
Skarði frá Þúfum | Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólium | Harpa frá Þúfum | 1 | 133 | 64% |
Nn frá Miklholti | Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólium | Urður fra Akureyri | 1 | 133 | 63% |
Fleygur frá Geitaskarði | Adrían frá Garðshorni á Þelamörk | Hrönn frá Ragnheiðarstöðum | 3 | 133 | 61% |
Engill frá Prestsbæ | Kveikur frá Stangarlæk | Þota frá Prestsbæ | 4 | 133 | 62% |
Kambur frá Feti | Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólium | Malín frá Feti | 1 | 132 | 63% |
Þróttur frá Hæli | Þráinn frá Flagbjarnarholti | Örk frá Lynghóli | 2 | 132 | 62% |
Sóló frá Þúfum | Sólon frá Þúfum | Eygló frá Þúfum | 2 | 132 | 61% |
Sær frá Hjarðartúni | Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólium | Dögun frá Hjarðartúni | 1 | 132 | 64% |
Vísir frá Þúfum | Skýr frá Skálakoti | List frá Þúfum | 3 | 132 | 65% |
Seiður frá Hólum | Trymbill frá Stóra-Ási | Ösp frá Hólum | 8 | 132 | 82% |
Nn frá Fákshólum | Skýr frá Skálakoti | Sending frá Þorlákshöfn | 2 | 132 | 66% |
Askur frá Skógarnesi | Þráinn frá Flagbjarnarholti | Urður fra Akureyri | 2 | 132 | 62% |
Nn frá Ragnheiðarstöðum | Skýr frá Skálakoti | Hávör frá Ragnheiðarstöðum | 1 | 132 | 64% |
Gott er að hafa í huga þegar kynbótamatið er skoðað að þetta er spá um kynbótagildi hrossa og því þarft að hafa öryggið til hliðsjónar því eftir því sem öryggið er meira því hærra verður forspárgildi kynbótamatsins. Allir hafa þessir hestar 90% öryggi eða meira í kynbótamatinu.
Nánar má lesa um kynbótamat og erfðaframför í íslenska hrossastofninum með því að smella hér.