Stutteri Teland Ræktunarbú ársins 2020 í Danmörku

  • 22. desember 2020
  • Fréttir Uncategorized @is

Líkt og hér heima, hafa frændur okkar Danir verið að gera upp hestaárið hjá sér. Í síðustu viku greindum við frá hryssu ársins og stóðhesti og kynbótaknapa ársins. Nú er röðin komin að ræktunarbúi ársins í Danmörku.

Ræktunarbú ársins í Danmörku árið 2020 er Stutteri Teland, en þar ráða ríkjum hjónin Rune og Steffi Svendsen. Árangur búsins á kynbótabrautinni í ár er góður. Alls komu til dóms 10 hross frá búinu, þar af hlutu 6 þeirra fullnaðardóm og 4 sköpulagsdóm. Meðaltals aðaleinkunn hrossa sem hlutu fullnaðardóm er 8,00 og meðaltalseinkunn þeirra rossa sem hlutu dóm fyrir sköpulag er 8,19.


Rune og Steffi Svendsen

Eiðfaxi óskar Stutteri Teland innilega til hamingju með nafnbótina Ræktunarbú ársins í Danmörku!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar