Þjálfun með Þórarni

  • 14. janúar 2020
  • Fréttir
Þórarinn Eymundsson er með sýnikennslu í Svaðastaðahöllinni fimmtudagskvöldið 16.janúar

Sýnikennsla fer fram í Svaðastaðahöllinni á morgun fimmtudaginn 16.janúar. Sýnikennslan hefst klukkan 20:00.  Þórarinn Eymundsson mun fara yfir þjálfun með ýmis hross sem hann stefnir með í sýningar og keppni á árinu.

Hann útskýrir um leið þær æfingar og verkefni sem hann leggur áherslu á í þjálfun.

Þórarinn þarf vart að kynna og er þetta frábært tækifæri til að fá innblástur fyrir komandi vetur!

Unglingadeild Skagfirðings sér um veitingasölu.

Aðgangseyrir 1500 kr og rennur ágóðinn til tækjakaupa í reiðhöllinni.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<