Þýska meistaramótið – íslenskur sigur í skeiðgreinum

  • 18. september 2020
  • Fréttir

Sigurður Óli kampakátur eftir sigur í 150 metra skeiði mynd: Neddenstierfoto/Isibless

Áfram höldum við hjá Eiðfaxa að segja frá helstu niðurstöðum á þýska meistaramótinu sem hófst í vikunni og fer fram nú um helgina.

Íslendingarnr Sigurður Óli Kristinsson og Bergþór Eggertsson stóðu sig vel í skeiðgreinum og hrepptu sigur í sitthvorri greininni.

Siggi Óli varð eftur í 150 metra skeiði á Snældu frá Laugabóli á tímanum 14,44 en hann átti þrjá bestu tímana á mótinu. Í öðru sæti varð Horst Klinghart á Anægju vom Lixhof en tími þeirra var 14,99 bronsið fór í hönd Claudia Rinne á Hetju frá Bjarnastöðum á tímanum 15,29 sekúndum. Niðurstöðu í 150 metra skeiði má nálgast með því að smella hér.

Beggi Eggerts og Besti frá Upphafi voru fljótastir í 250 metra skeiði og létu það duga að taka eingöngu þátt í tveimur fyrstu sprettum sem fóru fram í gær en tími þeirra var 22,44. Beggi tók líka þátt í gæðingaskeiði þar sem hann varð í öðru sæti og er á ráslistum í 100 metra skeiði sem fer fram á sunnudag. Annað sætið fór til Steffi Plattner á Ísleifi vom Lipperthof en tími hennar var 22,69 í þriðja sæti varð Alexander Fedorov á Hrólfi frá Hafnarfirði á tímanum 23,43 sekúndum. Niðurstöðu í 250 metra skeiði má nálgast með því að smella hér.

Í dag var keppt í forkeppni í fjórgangi en það er Lisa Drath sem er í forystu að henni lokinni á Kjalari frá Strandarhjáleigu með 7,67 í einkunn. Önnur er Steffi Svendsen á Sjóla von Teland með 7,60 og í því þriðja er Irena Reber á Þokka frá Efstu-Grund með 7,40.

Lisa Drath og Kjalar leiða keppni í fjórgangi mynd: Neddenstierfoto/Isibless

Allar niðurstöður úr fjórgangnum má nálgast með því að smella hér.

Á morgun verður m.a. keppt í forkeppni í fimmgangi

Hægt er að kaupa sér aðgang að beinni útsendingu með því að smella hér.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar