Þýska meistaramótinu lauk í gær með frábærum úrslitadegi

  • 21. september 2020
  • Fréttir

Lisa Drath og Byr frá Strandarhjáleigu voru efst í F1 mynd: Neddenstierfoto/Isibless

Þýska meistaramótinu lauk í gær með úrslitadegi í hinum ýmsu greinum.

Helstu úrslit mótsins eru eftirfarandi.

T1 – Tölt
Sys Pilegaard og Abel fra Tyrevoldsdal unni keppni í tölti með glæsilega einkunn 8,94 þar sem hún hlaut m.a. þrjár 9,5 fyrir greitt tölt. Karly Zingsheim var þýskur meistari í þeirri grein á Náttrúnu vom Forstwald með einkunnina 8,39 en þetta var hennar síðasta keppni þar sem henni er ætlað að fara í folaldseign. Í þriðja sæti í tölti varð Irene Reber á Þokka frá Efstu-Grund með 8,22 í einkunn.

Karly varð þýskur meistari í tölti í síðustu keppni Náttrúnar mynd: Neddenstierfoto/Isibless

T2 – Slaktaumatölt
Jolly Schrenk fór með sigur af hólmi í slaktaumatölti á Glæsi von Gut Wertheim með einkunnina 8,79 og varð um leið þýskur meistari. Í öðru sæti varð Daniel C. Schulz á Spuna vom Heesberg með 8,29 í einkunn og í þriðja sætinu varð Lucie Leuze á Valsa vom Hrafnsholt.

Jolly fagnaði sigri í T2 mynd: Neddenstierfoto/Isibless

V1- Fjórgangur

Lisa Drath var sigursæl á mótinu og náði frábærum árangri. Hún hlaut gull í fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á Kjalari frá Strandarhjáleigu en einkunn þeirra í úrslitum var 7,83. Irena Reber og Þokki hlutu 7,70 í einkunn og annað sætið. Steffi Svendsen og Sjóli von Teland hrepptu þriðja sætið með 7,67 í einkunn.

Lisa og Kjalar voru sigursæl mynd: Neddenstierfoto/Isibless

F1 – Fimmgangur

Lisa átti einnig góðu gengi að fagna í fimmgangi því hún varð  þýskur meistari í samanlögðum fimmgangsgreinum á Bassa frá Efri-Fitjum og þá stóð hún efst í fimmgangi á Byr frá Strandarhjáleigu með  7,38 í einkunn. Í öðru sæti varð Lilja Thordarson á Skúla frá Árbæjarhjáleigu II  með. 7,24  í einkunn og í því þriðja varð Vicky Eggertsson á Gandi vom Sperlinghof með 7,21 í einkunn.

 

100 metra skeið

Það var spenna í 100 metra skeiðinu því tveimur sekúndubrotum munaði á fyrsta og þriðja sæti. Helen Klaas var þó fljótust á Víf van ´t Groote Veld á tímanum. 7,70 og varð þar með þýskur meistari. Í öðru sæti varð Steffi Plattner á Ísleifi vom Lipperthof á tímanum 7,71.Franziska Kraft varð þriðja á Leikrunu von Hof Osterkamp á tímanum 7,72 sekúndum.

Öll úrslit frá mótinu má nálgast hér.

Íslenskir sigrar í kappreiðaskeiði

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar