Tilnefningar til kynbótaknapa ársins 2022

  • 17. nóvember 2022
  • Fréttir

Ljósmynd Kolla Gr.

Kynbótaknapi ársins verður verðlaunaður um helgina

Tilnefningar til kynbótaknapa ársins voru ekki gefnar út á sama tíma og aðrar tilnefningar til knapaverðlauna. Ástæðan fyrir því er einhver misskilningur í samskiptum RML og valnefndar. 

Í samtali við Guðna Halldórsson, formann LH, segir hann að ætlunin sé að veita þessi verðlaun og mun það verða gert á Haustráðstefnu Fagráðs nú um helgina, sunnudaginn 20. nóvember. 

Guðni telur óheppilegt að ekki hafi tekist að klára útnefningu á kynbótaknapa ársins á sama tíma og önnur verðlaun LH hafi verið veitt en fyrir því séu vissar skýringar. Telur hann að vel fari á því að veita þessi verðlaun á ráðstefnu fagráðs í hrossarækt, enda heyri kynbótasýningar undir fagráð.

“Ég tel rétt að skoða breytingar á fyrirkomulagi valnefndar en ég tel eðlilegt að starf svona nefndar sé opnara og gagnsærra en nú er. Ég vil þó á engann hátt gagnrýna störf núverandi nefndar sem hefur unnið vel, heldur tel ég að fyrirkomulagið sem slíkt þarfnist endurskoðunar.”

Í samtali við Elsu Albertsdóttur, ræktunarleiðtoga íslenska hestsins, gladdist hún yfir þessari ákvörðun. 

“Varðandi afhendingu gagna frá kynbótasýningum sem beðið var um þá voru þau afhent. Tilnefningar til kynbótaknapa ársins frestaðist, en það stóð ekki á mér. Það er leiðinlegt ef það skapaðist gjá á milli okkar og Landssambandsins. Valnefndin þarf að setja sér skýrar forsendur hvernig þeir ætla sér að standa að valinu og þá er auðvelt fyrir mig að útvega þær upplýsingar sem þeim vantar,” segir hún og bætir við; “Æskilegast væri auðvitað að allir hestamenn gleddust yfir árangri ársins á hvaða vettvangi sem er og héldu upp á, við eigum auðvitað að halda uppskeruhátíð saman með öllum hestamönnum. Við erum að rækta alls konar hross, reiðhesta, keppnishross, kynbótaræktunarhross og allskonar hross. Við eigum að geta haldið upp á þetta öll saman.” 

Undir þetta tekur Guðni og vill hann að það sé gott samstarf á milli hestamanna enda erum við öll saman í þessu.

Tilnefningar til kynbótaknapa ársins eru eftirfarandi:

Agnar Þór Magnússon 
Árni Björn Pálsson 
Eyrún Ýr Pálsdóttir
Hans Þór Hilmarsson 
Helga Una Björnsdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar