Haustráðstefna fagráðs í hrossarækt

  • 28. október 2022
  • Fréttir
Haustráðstefna Fagráðs í hrossarækt verður í lok nóvember

Haustráðstefna Fagráðs í hrossarækt verður haldin sunnudaginn 20. nóvember í Sprettshöllinni í Kópavogi. Ráðstefnan hefst kl. 13:00 og stendur til 17:30.

Sveinn Ragnarsson lektor við Háskólann á Hólum mun stýra ráðstefnunni. Farið verður yfir hrossaræktarárið 2022 og veitt verða ýmis verðlaun og viðurkenningar en hægt er að sjá lista yfir þau hér fyrir neðan.

Dagskráin er eftirfarandi: 

Setning – Sveinn Steinarsson – Formaður fagráðs og deildar hrossabænda

Hrossaræktarárið 2022 – Elsa Albertsdóttir – Ráðunautur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins

Rannsókn á magasárum í hrossum – Úndína Ýr Þorgrímsdóttir – Dýralæknanemi

Verðlauna og viðurkenningaafhending

  • Heiðursverðlaunahryssur fyrir afkvæmi 2022
  • Knapi með hæstu hæfileikaeinkunn ársins (án áverka)
  • Hæsta aðaleinkunn ársins – Alhliða hross (aldursleiðrétt)
  • Hæsta aðaleinkunn ársins – Klárhross (aldursleiðrétt)
  • Hæst dæmda litförótta hryssa ársins
  • Tilnefnd ræktunarbú
  • Ræktunarbú ársins

Landsmót fyrr og nú. Saga Landsmóta og þátttaka kynbótahrossa – Þorvaldur Kristjánsson – Kynbótadómari

Í framhaldi af erindi Þorvaldar munu fara fram vinnustofur um þátttöku kynbótahrossa á Landsmótum

Mun fundinum verða streymt.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar