Tippari vikunnar Tippari vikunnar – Sindri Sigurðsson

  • 11. desember 2020
  • Fréttir
Tólfta umferð ensku úrvaldsdeildarinnar hefst í kvöld.

Í hádeginu fimmtudaginn 17. desember verður jólahangikjötið frá KEA með uppstúf, kartöflum, jólarauðkálinu hans Ella og grænum baunum. Svo á eftir Rís a la Mande jólagrautur. Allt þetta á aðeins 2.790,- krónur. Láttu okkur vita ef þú kemur á pantanir@sportgrill.is og við getum líka útbúið fyrir vinnustaði í nágrenninu til að fá sent. Gleðileg jól ! Elli og Co

 

Þá er komið að tólftu umferð Tippara vikunnar, í boði Sport og Grill Smáralind.

Í síðustu umferð var það Jón Árnason sem var með sex rétta. Jón á leik inni þar sem einum leik umferðarinnar var frestað.

Tippari vikunnar er Sindri Sigurðsson, uppalinn og grjótharður FH-ingur og að sjálfsögðu Poolari.

 

Spá Sindra er eftirfarandi:

 

Leeds United 2-1 West Ham United föstudag kl: 20:00
Mjög áhugaverður leikur, mjög gaman að horfa á leeds liðið en ég held að West Ham menn merji sigur.

Wolverhampton 1-1 Aston Villa laugardag kl: 12:30
Eftir góða byrjun hjá Aston Villa hefur heldur fjarað undan þeirra leik, Úlfarnir nokkuð seigir, þessi liktar af jafntefli.

Newcastle United 2-0 West Bromwich Albion laugardag kl: 15:00
Þetta eru leikirnir sem Steve Bruce og hans menn í Newcastle mæta til leiks í og ég spái þeim sigri á mjög döpru West Bromwich liði sem mun klárlega falla.

Manchester United 2-2 Manchester City laugardag kl: 17:30
Verð að horfa á þennan og helst með Gumma Hreiðars og Eysteini Leifs sem eru báðir grjótharðir United menn og mjög tapsárir. Finnst ekkert skemmtilegra en að sjá United tapa fótboltaleikjum en vona samt að þessi fari jafntefli, sem væru fín úrslit fyrir okkur Poolara. 2-2 í skemmtilegum leik.

Everton 0-2 Chelsea laugardag kl: 20:00
Held því miður að Chelsea muni vinna Gylfa og félaga nokkuð sannfærandi enda Chelsea með ógnarsterkt lið sem verður klárlega í titilbárattunni.

Southampton 3-1 Sheffield United sunnudag kl: 12:00
3-1 fyrir mjög spræku Southampton liði, Sheffield liðið búið að vera verulega dapurt það sem af er tímabils.

Crystal Palace 2-1 Tottenham sunnudag kl: 14:15
Því miður vinnur Tottenham þennan leik, enda á miklu skriði hjá Móra og held að þeir verði í bullandi topp bárattu allt til enda.

Fulham 0-3 Liverpool sunnudag kl: 16:30
Mínir menn í Liverpool taka þennan 3-0 og eru að komast á gott run og standa að sjálfsögðu uppi sem meistarar í deildinni í vor í Enn Eitt Skiptið

Arsenal 0-0 Burnley sunnudag kl: 19:15
Jonni kokkur( Jón Ó Guðmunds) vinur minn verður límdur fyrir framan skjáinn að horfa á sína menn í Arsenal gera steindautt 0-0 jafnfefli við Burnley.

Leicester City 2-0 Brighton & Hove Albion sunnudag kl: 19:15
Leicester með hinn frábæra stjóra Brendan Rodgers taka þenna sannfærandi.

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<