WR Meistaramót Íslands 2020

  • 9. júlí 2020
  • Fréttir

WR Meistaramót Íslands er gæðingkeppni sem haldið verður 17-19.júlí 2020 á Rangárbökkum við Hellu. Þar er keppt í A- og B-flokki opinn flokkur, A- og B-flokki áhugamanna, A- og B-flokki ungmenna, unglingaflokki og barnaflokki. Einnig verður keppt í 100m skeiði.

Hægt verður að taka þátt í prufugrein sem kallast Gæðingatölt – dæmt er hægt tölt og fegurðartölt ásamt því að gefnar eru einkunnir fyrir vilja og fegurð í reið. Til að skrá sig í þessa grein þá skal skrá í V5 í sportfeng.com.

Skráning er í fullum gangi inná sportfeng.com og lýkur þriðjudagskvöldið 14.júlí kl 23:59. Ef vandræði koma upp við skráningu er hægt að hafa samband í síma 8677460 áður en skráningu lýkur.

Skráningargjald er 6000kr fyrir ungmenni og eldri en 4000kr fyrir börn og unglinga í Gæðingakeppninni. 100m skeiðið er 3000kr og Gæðingatöltið er 5000kr, allt greiðist um leið og skráning fer fram.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar