Yfirlýsing frá LH vegna Metamóts Spretts

  • 17. desember 2020
  • Uncategorized @is

Stjórn Hestamannafélagsins Spretts hefur farið fram á það með formlegum hætti að félaginu verið gefinn kostur á því að skila inn leiðréttri mótsskýrslu vegna Metamóts, sem fór fram í september sl. og beðist velvirðingar á þeim mistökum sem urðu þess valdandi að rangri mótsskýrslu var skilað inn. Hefur stjórn LH fallist á þá beiðni og látið opna skýrsluna í Sportfeng og gefið mótsstjórn og yfirdómara Metamóts frest til 20. desember nk. til að skila réttri mótsskýrslu.

Mun stjórn LH í framhaldinu fela aganefnd að fara yfir málefni Metamóts, taka málið fyrir aftur og úrskurða að nýju með hliðsjón af leiðréttri mótsskýrslu.

LH mun í framhaldinu setjast yfir verklag við skil mótaskýrslna, í samráði við hestamannafélögin, laganefnd, tölvunefnd, Sportfeng og aðra sem málið varðar, með það fyrir augum að fyrirbyggja að sambærileg atvik eigi sér stað í framtíðinni.

 

Virðingarfyllst,

Guðni Halldórsson, formaður LH

Berglind Karlsdóttir, framkvæmdastjóri LH

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar