Yngri hliðin – Kristófer Darri Sigurðsson
Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins. Hafþór Hreiðar Birgisson var síðastur til svara og skoraði hann á Kristófer Darra Sigurðsson sem tók að sjálfsögðu áskoruninni.
Hér fyrir neðan má finna svör Kristófers sem og nafn þess sem hann skorar næst að sýna á sér hina hliðina en hver það er kemur í ljós neðst í fréttinni.
Fullt nafn? Kristófer Darri Sigurðsson
Gælunafn? Darri
Hestamannafélag? Sprettur
Skóli? Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
Aldur? 19 ára
Stjörnumerki? Vatnsberi
Samskiptamiðlar? Snapchat , Instagram, Facebook,
Uppáhalds drykkur? Blár Powerade
Uppáhalds matur? Hrossalund
Uppáhalds matsölustaður? Tokyo Sushi
Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Brooklyn Nine-Nine
Uppáhalds tónlistarmaður? Kid Cudi
Fyndnasti Íslendingurinn? Þegar Arnar Máni Sigurjónsson dettur í gírinn eru fáir sem toppa hann
Uppáhalds ísbúð? Huppa
Kringlan eða Smáralind? Smáralind
Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Jarðaber, þrist og Hockey Pulver
Þín fyrirmynd? Teitur Árnason
Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Hákon Dan, hann er duglegur að blístra á hrossin í brautinni.
Sætasti sigurinn? Fimmgangur á Íslandsmótinu 2018 á Vorboða frá Kópavogi. Markmið sem var búið að stefna á lengi og var svo sannarlega sætur sigur.
Mestu vonbrigðin? Vitlaust val á hlífum í forkeppni á Landsmóti 2018 sem olli því að brokkið klúðraðist.
Uppáhalds lið í íslenska boltanum? Stjörnumaður af lífi og sál
Uppáhalds lið í enska boltanum? Liverpool maður allt mitt líf og stend við það í gegnum súrt og sætt.
Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Galsi frá sauðarkróki, við höfum verið marga hesta í keppni út frá Galsa.
Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Stormur Ingi Teitsson
Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Arnar Máni tekur sig vel út sem módel allavega
Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Pabbi er helvíti flottur í hnakknum þegar hann vandar sig.
Besti knapi frá upphafi? Diddi Bárðar.
Besti hestur sem þú hefur prófað? Ás frá Kirkjubæ
Uppáhalds staður á Íslandi? Kelduholt, sumarhús ásamt jörð í eigu Pabba.
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Passa að síminn sé örugglega í hleðslu.
Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Fylgist með Enska Boltanum og annað augað á Boccia
Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla? Danska, aldrei skilið þetta tungumál.
Í hverju varstu bestur/best í skóla? Enska og íþróttir
Vandræðalegasta augnablik? Þau eru nokkur en kýs að tjá mig ekki
Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Arnar Máni, Arnór Dan og Konráð Axel væru fyrir valinu. Myndi sennilega deyja úr hlátri frekar en úr hungri.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Hefði geta verið atvinnumaður í fótbolta en ákvað að gefa hinum séns og tók hestamennskuna fram yfir.
Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og afhverju? Það er hún Lilja Rún Sigurjónsdóttir alveg gríðarlega metnaðarsöm og alveg ótrúlegt hvað hún nennir að snúast með bróðir sínum og nýtir öll tækifæri til að bæta sig eða læra.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja? Hvað gerir þig að betri manneskju? og myndi helst vilja spyrja alla.
Ég skora á Hákon Dan Ólafsson
Yngri hliðin – Hafþór Hreiðar Birgisson
Yngri hliðin – Egill Már Þórsson
Yngri hliðin – Arnar Máni Sigurjónsson
Yngri hliðin – Þorgils Kári Sigurðsson
Yngri hliðin – Sigurður Steingrímsson
Yngri hliðin – Jón Ársæll Bergmann
Yngri hliðin – Þorvaldur Logi Einarsson
Yngri hliðin – Júlía Kristín Pálsdóttir