Árbók Eiðfaxa – Skeiðknapi ársins

  • 14. janúar 2021
  • Fréttir

Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu 2. Mynd: Eiðfaxi

Árbók Eiðfaxa 2020 er á lokametrunum í prentun, stútfull af fróðlegum og skemmtilegum umfjöllunum um nýliðið keppnis- og kynbótaár.

Meðal efnis í Árbókinni eru viðtöl við alla þá knapa sem hlutu nafnbótina knapi ársins í sínum flokki frá Landssambandi hestamanna. Þeirra á meðal er skeiðknapi ársins, Konráð Valur Sveinsson. Aðspurður um það hvað þyrfti til að vera í fremstu röð skeiðknapa ár eftir ár, segir Konráð Valur:

„Ég held að fyrir mig sé það að hafa nóg af fólki í kringum sig sem hefur trú á sömu hlutum og þú, en er tilbúið að „diskútera“ hlutina við þig. Með því er hægt að halda áfram að bæta sig á öllum sviðum hestamennskunnar hvort sem það er umhirða hrossa eða þjálfun þeirra. Svo þarf maður líka að halda sjálfum sér á tánum og vera óhræddur við að prófa nýja hluti til að sjá hvað virkar og hvað ekki.“

Gera má ráð fyrir að Árbókin komi inn um bréfalúgur áskrifenda beint eftir helgi og verður hún í framhaldinu einnig fáanleg í öllum helstu hestavöruverslunum. Ekki missa af Árbók Eiðfaxa!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar