Suðurlandsdeildin Ívar, Sigurður og lið Árbæjarhjáleigu/Hjarðartúns stigahæst

  • 26. apríl 2024
  • Fréttir
Lokahóf Suðurlandsdeildar SS fór fram í kvöld á Hótel Stracta á Hellu. 

Suðurlandsdeildin hefur ávallt verið einungis liðakeppni en í ár var ákveðið að bæta við einstaklingskeppninni. Á uppskeruhátíðinni voru verðlaunuð þrjú stigahæstu liðin, stigahæsti áhugamaðurinn og stigahæsti atvinnumaðurinn.

Stigahæsta liðið var lið Árbæjarhjáleigu/Hjarðartúns þriðja árið í röð. Knapar í liðinu eru þau Auður Stefánsdóttir, Arnhildur Helgadóttir, Hermann Arason, Ívar Örn Guðjónsson, Karen Konráðsdóttir og Stella Sólveig Pálmarsdóttir. Í öðru sæti varð lið Krappa og í því þriðja lið Gröfuþjónustunnar Hvolsvelli ehf.

Stigahæsti áhugamaðurinn var Ívar Örn Guðjónsson í liði Árbæjarhjáleigu/Hjarðartúns. Annar var Brynjar Nói Sighvatsson og þriðja Gyða Sveinbjörg Krisinsdóttir.

Stigahæsti atvinnumaðurinn var Sigurður Sigurðarsson í liði Krappa. Önnur var Arnhildur Helgadóttir og þriðja Elsa Mandal Hreggviðsdóttir.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar