Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Árni Björn og Ögri fljótastir í gegnum höllina í Meistaradeildinni

  • 12. apríl 2024
  • Fréttir
Svakaleg spenna í einstaklingskeppninni

Árni Björn Pálsson og Ögri frá Horni I áttu tvo bestu sprettina í gegnum höllina, 5,72 sek. sá fyrri og sá seinni var 5,73. Dýrmæt 12 stig í einstaklingskeppnina fyrir Árna Björn Pálsson.

Í öðru urðu Gústaf Ásgeir Hinriksson og Sjóður frá Þóreyjarnúpi og þriðju Guðmar Þór Pétursson á Friðsemd frá Kópavogi.

Liðaplattan tók lið Hestvits/Árbakka sem þýðir að liðið er búið að vinna liðakeppnina.

Stöðuna í einstaklingskeppnina er erfitt að ráða í en það er SVAKALEGA mjótt á munum og held ég að það skilji bara 1 stig að efstu fjóra knapana.

Niðurstöður úr flugskeiðinu

Sæti Knapi Hross Tími
1 Árni Björn Pálsson Ögri frá Horni I 5,72
2 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sjóður frá Þóreyjarnúpi 5,81
3 Guðmar Þór Pétursson Friðsemd frá Kópavogi 5,82
4 Daníel Gunnarsson Kló frá Einhamri 2 5,86
5 Konráð Valur Sveinsson Kastor frá Garðshorni á Þelamörk 5,88
6 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bríet frá Austurkoti 5,89
7 Jakob Svavar Sigurðsson Jarl frá Kílhrauni 5,91
8 Jón Ársæll Bergmann Rikki frá Stóru-Gröf ytri 5,91
9 Glódís Rún Sigurðardóttir Vinátta frá Árgerði 5,92
10 Flosi Ólafsson Orka frá Breiðabólsstað 5,94
11 Viðar Ingólfsson Ópall frá Miðási 5,95
12 Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði 5,98
13 Guðmundur Björgvinsson Ögrunn frá Leirulæk 6,02
14-15 Benjamín Sandur Ingólfsson Ljósvíkingur frá Steinnesi 6,04
14-15 Þorgeir Ólafsson Rangá frá Torfunesi 6,04
16 Þórarinn Ragnarsson Freyr frá Hraunbæ 6,05
17 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Erla frá Feti 6,06
18 Hanna Rún Ingibergsdóttir Orka frá Kjarri 6,15
19 Eyrún Ýr Pálsdóttir Sigurrós frá Gauksmýri 6,53
20 Sigurður Vignir Matthíasson Magnea frá Staðartungu 6,54
21 Jóhann Kristinn Ragnarsson Gnýr frá Brekku 0,00

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar