Elva Rún Jónsdóttir og Straumur efst í tölti barna

  • 5. júlí 2020
  • Fréttir

Keppendur í barnaflokki gefa þeim eldri ekkert eftir þegar kemur að skemmtun hér á Reykjavíkurmeistaramóti því keppendur í tölti barna stóðu sig frábærlega. Elva Rún Jónsdóttir stóð uppi sem sigurvegari í þeirri grein og því hafa þau Straumur frá Hofsstöðum náð í þrjá titla hér í dag í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum. Í öðru sæti varð Sigurbjörg Helgadóttir á Elvu frá Auðsholtshjáleigu með 6,78 en hún er Reykjavíkurmeistari árið 2020 í þriðja sæti varð svo Lilja Rún Sigurjónsdóttir með 6,50 í einkunn

A-úrslit tölt (T3) barna

Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Elva Rún Jónsdóttir / Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ 7,06
2 Sigurbjörg Helgadóttir / Elva frá Auðsholtshjáleigu 6,78
3 Lilja Rún Sigurjónsdóttir / Þráður frá Egilsá 6,67
4 Ragnar Snær Viðarsson / Rauðka frá Ketilsstöðum 6,50
5 Kristín Karlsdóttir / Ómur frá Brimilsvöllum 5,39

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar