Folaldasýning Sörla verður á laugardaginn

  • 14. mars 2023
  • Tilkynning
Uppboð á folatollum verður á sínum stað.

Folaldasýning Sörla verður haldin á laugardaginn, 18.mars, og hefst kl 13. „Við höfum fengið frábæra folatolla á uppboðið okkar og þökkum við stóðhestaeigendum kærlega fyrir,“ segir í tilkynningu frá kynbótanefnd Sörla.

Fyrstu tveir tollarnir sem við kynnum eru:

*Húni frá Ragnheiðarstöðum – glæsilegur klárhestur sem fór í mjög góðan dóm 4 vetra og tryggði sér miða á Landsmót 2022, sýndur af Helgu Unu Björnsdóttur. Kynbótamat 130 stig. Húni er undan gæðingamóðurinni Hendingu frá Úlfsstöðum og glæsihestinum Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum. Húni hefur hlotið fyrir sköpulag 8,36, þar af 9 fyrir háls/herða/bóga og samræmi. Fyrir hæfileika hlaut hann 8,08, þar af 9 fyrir tölt, samstarfsvilja og fegurð í reið, aðaleinkunn 8,18, aðaleinkunn án skeiðs 8,54. Ræktandi og eigandi Húna er Helgi Jón Harðarson.

*Steinn frá Stíghúsi – glæsihestur undan Álöfu frá Ketilsstöðum sem hefur hlotið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og gæðingnum Vökli frá Efri-Brú. Steinn var sýndur 4 vetra gamall í góðan dóm og tryggði sér miða á Landsmót 2022. Hann var sýndur af Þorgeiri Ólafssyni. Kynbótamat 122 stig. Fyrir sköpulag hefur hann hlotið 8,31, þar af 9 fyrir samræmi. Fyrir hæfileika hefur hann hlotið 8,04, þar af 9 fyrir brokk og samstarfsvilja. Aðaleinkunn 8,14, aðaleinkunn án skeiðs 8,49. Steinn er 153cm á herðakamb. Eigandi og ræktandi Steins er Guðbrandur Stígur Ágústsson.

Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 16.mars. Skráning: á netfangið topphross(hja)gmail.com

*Nafn folalds, nafn móður og föður, litur, eigandi og ræktandi folalds.

Skráningargjald er 2500 krónur, leggja inn á reikning 0545-26-3615, kt:640269-6509 og senda kvittun á topphross(hja)gmail.com með nafn folalds sem skýringu.

Dómarar: Gísli Guðjónsson og Jón Vilmundarson

Folald sýningarinnar fær Þjórsárbakkabikarinn glæsilega.

Stebba verður á sínum stað með veitingasöluna.

Kv. Kynbótanefndin

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar