Forsala miða er hafin á Ræktun 2024

  • 18. apríl 2024
  • Fréttir
Þetta er í 23. sinn sem þessi sýning er haldin og hefur hún verið vel sótt undanfarin ár.

Forsala er hafin á miðum á Ræktun 2024 hjá Baldvini og Þorvaldi og í Líflandsbúðunum á Hvolsvelli, Selfossi og í Reykjavík.

Stórsýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands, Ræktun 2024, sem fram fer í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli laugardaginn 27. apríl n.k. kl. 20:00.

Eins og verið hefur þá verður áherslan á sýningar ræktunarbúa, afkvæmasýningar hryssna og stóðhesta ásamt hópum einstaklingssýndra hryssna og stóðhesta.

„Þetta er í 23. sinn sem þessi sýning er haldin og hefur hún verið vel sótt undanfarin ár. Mjög spennandi ræktunarbú og afkvæmahópar hafa tilkynnt um þátttöku sína. Þetta er frábært tækifæri til að koma hryssum, stóðhestum, ræktun sinni og/eða afkvæmahópi á framfæri,“ segir í tilkynningu frá hrossaræktarsamtökum Suðurlands.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar