Suðurlandsdeildin Guðmunda Ellen og Gyða Sveinbjörg stóðu efstar

  • 10. apríl 2024
  • Fréttir

Guðmunda Ellen Sigurðardóttir til vinstri og Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir til hægri. Ljósmynd: Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir

Suðurlandsdeild SS

Fimmgangskeppni í boði Eques fór fram í Suðurlandsdeildinni í gærkvöld. Í deildinni er keppt í tveimu flokkum, atvinnumanna og áhugamanna. Í flokki atvinnumanna var það Guðmunda Ellen Sigurðardóttir á Esju frá Miðsitju sem sigraði með 6,76 í einkunn í úrslitum. í flokki áhugamanna var það hún Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir á Sprota frá Litla-Hofi sem efst stóð með 6,38 í einkunn.

 

Guðmunda Ellen Ljósmynd: Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir

Flokkur atvinnumanna

A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Esja frá Miðsitju 6,76
2 Arnhildur Helgadóttir Svala frá Hjarðartúni 6,55
3 Jóhann Kristinn Ragnarsson Spyrnir frá Bárubæ 6,40
4 Brynja Kristinsdóttir Skjaldbreið frá Breiðabólsstað 6,24
5 Sigurður Sigurðarson Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga 1 6,21
6 Sigvaldi Lárus Guðmundsson Elsa frá Skógskoti 6,14

Flokkur áhugamanna

A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir Sproti frá Litla-Hofi 6,38
2 Ívar Örn Guðjónsson Katla frá Eystra-Fróðholti 6,14
3 Þorbjörn Hreinn Matthíasson Skúmur frá Syðri-Úlfsstöðum 5,69
4 Þórunn Kristjánsdóttir Snilld frá Eystri-Hól 5,52
5 Brynjar Nói Sighvatsson Iða frá Vík í Mýrdal 5,45
6 Auður Stefánsdóttir Sara frá Vindási 5,24

 

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir Ljósmynd: Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir

 

Einungis eitt keppniskvöld er eftir en þá verður keppt í skeiði og tölti að svo stöddu leiðir lið Árbæjarhjáleigu/Hjarðartúns liðakeppnina með 271,5 stig.

Staðan í liðakeppni

Lið                                                                Stig

Árbæjarhjáleiga / Hjarðartún                 271.5

Gröfuþjónustan Hvolsvelli ehf              234

Krappi                   226

Vöðlar / Snilldarverk / Sumarliðabær 224

Hrafnshagi / Efsti-Dalur 2 221

Eskotomic Polar 201.5

Miðkot / Skeiðvellir 187.5

Syðri-Úlfsstaðir/Traðarás 182

Dýralæknar Sandhólaferju 157.5

Herríðarhóll / Þorleifskot 151

Hestagallerý 145.5

Hrímnir/Gljátoppur 109.5

Friðheimar / Efri-Brúnavellir 104

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar