Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Hestvit/Árbakki unnu liðakeppnina í Meistaradeildinni

  • 12. apríl 2024
  • Fréttir
Frábær lokadagur hjá liði Hestvits/Árbakka

Það var lið Hestvits/Árbakka sem vann liðakeppnina en þau áttu frábærann lokadag. Unnu liðaplatann í báðum greinum og lönduðu nokkuð öruggum sigri í liðakeppninni.

Knapar liðsins eru þau Gústaf Ásgeir Hinriksson, Pierre Sandsten Hoyos, Jóhanna Margrét Snorradóttir, Fredrica Fagerlund og Glódís Rún Sigurðardóttir. Þau Gústaf og Glódís voru í öðru og þriðja sæti í einstaklingskeppninni sem eru ótrúlegur árangur. Liðið er eitt það yngsta í deildinni ef litið er til aldurs knapanna en öll eru þau undir þrítugt fyrir utan Fredricu.

Hér fyrir neðan er lokastaðan í liðakeppninni.

Hestvit/Árbakki 325
Ganghestar/Margrétarhof 294
Top Reiter 293
Hjarðartún 274
Hrímnir/Hest.is 224
Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 222
Austurkot/Pula 215

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar