Hólanemar kynntu lokaverkefni sín

  • 17. apríl 2024
  • Fréttir

Nemendahópurinn ásamt hluta af kennurunum sem komu að BS-námskeiðinu. Efsta röð f.v. Víkingur, Elisabeth, Karlotta Rún, Naemi, Malin, Atli Freyr, Arnar Máni, Ragnar Rafael, Guðrún Jóhanna. Miðjuröðin, f.v. Anna Margrét, Katharina, Charlotte, Ingunn, Sarina. Neðsta röðin f.v. Eygló Arna, Lilja Maria, Malou og Thelma Dögg. Ljósmynd: Hólaskólli

Alls voru 15 lokaverkefni kynnt

Á heimasíðu Háskólan á Hólum er frétt sem segir frá því að dagana 11. og 12. apríl hafi verið haldin lítil ráðstefna innan Hestafræðideildar Háskólans á Hólum þar sem nemendur á þriðja ári kynntu lokaverkefni sín.

Alls voru verkefnin 15 talsins og ráðstefnan haldin í gamla íþróttasalnum í aðalbyggingu Háskólan á Hólum.

 

Rannsóknarverkefnin sem nemendur hafa unnið bera eftirfarandi heiti:

1. Ósamhverfa í hreyfingum á brokki hjá íslenskum reiðkennslu hestum – áhersla framfætur

2. Samanburður á vinnuaðstæðum og hestaþjálfun menntaðra íslandshesta þjálfara á Íslandi og í Sviss

3. Förgunarástæður íslenskra hrossa.

4. A Descriptive Analysis of Equine Tourists’ Perceptions of Horse Welfare in Africa and in Iceland

5. Comparison of heart rate in horses during trailer transport with or without access to hay.

6. Assessing the frequency of hind limb movement asymmetry in a group of Icelandic riding horses used in horse university

7. Hversu mikilvægur er taktur á tölti í íslenskum ferðahesti?

8. Perception of Form under Rider by professionals in the Icelandic Horse World – An analysis

9. Samanburður á lífeðlisfræðilegri svörun í endurheimt eftir staðlað þjálfunarpróf á tölti og hægu stökki hjá íslenskum hestum

10. Correlation between stallions age receiving 1st prize in a breeding show and competition attendance at Íslandsmót and Landsmót hestamanna

11. Hlutlægar mælingar og umsagnir um hraða og skreflengd á tölti hjá íslenskum kynbótahrossum

12. A comparison of the physiological response to tölt and canter in the Icelandic horse

13. Könnun á viðhorfi keppnisknapa til Gæðingalistar

14. Tíðni og áhrif kýrstökks á árangur íslenskra skeiðhesta í 150 og 250 metra skeiði

15. Líkamlegt álag íslenskra hrossa við vatnsbrettaþjálfun

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar