1. deildin í hestaíþróttum Ingibergur og Sólveig fljótust 100 metrana

  • 18. apríl 2024
  • Fréttir

Ingibergur og Sólveig á fljúgandi skeiði Mynd: 1. deildin í hestaíþróttum

Niðurstöður úr 100 m. skeiðinu í 1. deildinni í hestaíþróttum.

Næstsíðasta mót 1. deildarinnar fór fram í dag. Mótið hófst á 100 m. skeiði í Fáki í Víðidali og var síðan fært sig yfir í Samskipahöllina í Spretti þar sem keppt var í tölti.

Ingibergur Árnason og Sólveig frá Kirkjubæ voru fljótust 100 metrana með tímann 7,95 sek. Í öðru sæti varð Birna Olivia Ödqvist á Jarli frá Kílhrauni með tímann 8,13 sek og í þriðja varð Haukur Bjarnason á Þórfinni frá Skáney með tímann 8,26 sek.

Stigahæsta liðið í 100 m. skeiðinu var lið Sportfáka en þau eru efst sem stendur í liðakeppninni. Liðsmenn liðsins sem kepptu í skeiðinu voru þau Ingibergur Árnason, Arnhildur Helgadóttir og Erlendur Ari Óskarsson.

Arnhildur Helgadóttir leiðir enn einstaklingskeppnina með 40,5 stig eftir skeiðið og jafnar á eftir henni eru þær Birna Olivia Ödqvist og Guðmunda Ellen Sigurðardóttir með 33 stig.

Á eftir er síðan töltið og á laugardaginn er síðasta mót deildarinnar þegar keppt verður í gæðingaskeiði. Þá verður einnig lokahóf deildarinnar og eru allir velkomnir. Húsið opnar kl. 18:30. Bessi Hressi er veislustjóri og dj. Atli Kanill mun sjá um að skemmta fólki. Miðaverð er 11.900 kr. en miðapantanir sendast á skrifstofa@sprettarar.is

Niðurstöður úr 100 m. skeiðinu

Sæti Knapi Hross Tími
1 Ingibergur Árnason Sólveig frá Kirkjubæ 7,95
2 Birna Olivia Ödqvist Jarl frá Kílhrauni 8,13
3 Haukur Bjarnason Þórfinnur frá Skáney 8,26
4 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Snædís frá Kolsholti 3 8,31
5-6 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir Straumur frá Hríshóli 1 8,33
5-6 Arnhildur Helgadóttir Freyr frá Hraunbæ 8,33
7 Sanne Van Hezel Völundur frá Skálakoti 8,44
8 Erlendur Ari Óskarsson Dama frá Hekluflötum 8,48
9-10 Vilborg Smáradóttir Klókur frá Dallandi 8,55
9-10 Elvar Logi Friðriksson Eldey frá Laugarhvammi 8,55
11 Hjörvar Ágústsson Orka frá Kjarri 8,56
12 Gunnhildur Sveinbjarnardó Hörpurós frá Helgatúni 8,59
13 Hákon Dan Ólafsson Styrkur frá Hofsstaðaseli 8,59
14 Sigurður Halldórsson Gammur frá Efri-Þverá 8,64
15 Sigríður Pjetursdóttir Spurning frá Sólvangi 8,73
16 Eyjólfur Þorsteinsson Dimma frá Syðri-Reykjum 3 8,84
17 Anna S. Valdemarsdóttir Jökull frá Stóru-Ásgeirsá 8,87
18 Hermann Arason Þota frá Vindási 9,09
19 Elín Hrönn Sigurðardóttir Fljóð frá Skeiðvöllum 9,12
20 Reynir Örn Pálmason Ása frá Fremri-Gufudal 9,19
21 Friðdóra Friðriksdóttir Hind frá Dverghamri 9,67
22 Tinna Rut Jónsdóttir Bensi frá Skipaskaga 9,94
23-24 Vigdís Matthíasdóttir Vaðalda frá Mykjunesi 2 0,00
23-24 Telma Tómasson Forni frá Flagbjarnarholti 0,00

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar