Kappreiðadagur í Vín

  • 10. apríl 2024
  • Fréttir
Keppt var í 170 m. skeiði á brokkkappreiðabraut í Vín

Haustið 2023 ákváðu sjö einstaklingar sem öll eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á kappreiðum að stofna austurrískt skeiðfélag, Österreichische Reinnpass Vereinigung.

„Upprunalega hugmyndin var að halda skeiðleika í Vín en það er stór brokkvöllur í Vínarborg. Möguleikarnir eru margir en þarna er 1000 m. hringvöllur og æfingahringvöllur sem er 400 m,“ segir Petra Busam sem er ein af stofendum austurríska skeiðfélagsins en með henni eru stofnendur Rutgar Bonten, Eva Engelke, Helga Hochstöger (heimsmeistari í 100 m. skeiði), Susanne Jelinski, Trausti Óskarsson og Gerrit Sager.

„Brokkhestasamtökunum leist vel á þessa hugmynd okkar og tóku okkur opnum örmum. Fyrstu kappreiðarnar voru um helgina, sunnudaginn 7. apríl og buðum við átta fljótustu íslensku hestunum að taka þátt á mótinu. Meira segja mætti Helga á heimsmeistaranum sínum Nóra en þau þurftu að ferðast 700 km. (aðra leið),“ bætir Petra við.

Boðið var upp á tvær umferðir og var keppt í 170 m. skeiði með fljúgandi starti en hér fyrir neðan eru myndbönd frá kappreiðunum og niðurstöðurnar.

„Það eru mörg íslandshestafélög í kringum Vín svo það komu margir dyggir stuðningsmenn að hvetja okkur áfram. Brokkhestasamtökin voru líka svo ánægð með samstarfið að þau báðu okkur um að koma aftur og hafa þessar kappreiðar reglulega.“

Allir knaparnir voru sammála um að þetta var einstök upplifun að ríða þessar kappreiðar á þessum stóra velli og byrja fyrir aftan þessar grindur á startbílnum. „Sum hrossin voru aðeins óörugg og voru ekki alveg tilbúin að fara uppvið grindurnar. Þetta var mjög góð keppni og mjög góð kynning á íslenska hestinum,“ segir hún að lokum.

Það var Lisa Förster og Erill frá Miðsitju voru með besta tímann 15,06 sek. Með næst besta tímann var Helga Hochstöger og Nori von Oed 15,07 sek og þriðji besti tíminn voru þær Viktoria Matthiasson og Heidi frá Leirubakk með 15,87 sek.

1. umferð
Sæti Hross Knapi Tími

1 Heidi fra Leirubakka Viktoria Matthiasson 15,87
2 Erill fra Midsitju Lisa Förster 15,93
3 Vakning fra Ärgerdi Trausti Oskarsson 16,09
4 Kolfreyja fra Rorvik Johanna Kirchmayr 16,55
5 Jarl fra Þóroddsstöðum Petra Busam 16,88
DIS Nori von Oed Helga Hochstöger DIS
DIS Saemundur fra Hekluflötum Theresa Schlederer DIS
DIS Elsa fra Eystri-Hol Rutger Bonten DIS

2. umferð
Sæti Hross Knapi Tími

1 Erill frá Miðsitju Lisa Förster 15,06
2 Nori von Oed Helga Hochstöger 15,07
3 Jarl fra Þóroddsstöðum Petra Busam 16,28
DIS Heidi fra Leirubakka Viktoria Matthiasson DIS
DIS Vakning fra Árgerdi Trausti Oskarsson DIS
DIS Kolfreyja fra Rorvik Johanna Kirchmayr DIS
DIS Saemundur fra Hekluflötum Theresa Schlederer DIS
DIS Elsa fra Eystri-Hol Rutger Bonten DIS

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar