1. deildin í hestaíþróttum Keppni í 1. deildinni heldur áfram á laugardaginn

  • 14. mars 2024
  • Fréttir
Frítt inn á 1. deildina og Ingó Veðurguð heldur uppi fjöri strax eftir úrslit.

1. deildin í hestaíþróttum fer fram laugardaginn 16. mars. Í þetta skiptið verður keppt í slaktaumatölti T2 og hefst keppni klukkan 18:00.

Húsið opnar klukkan 17:00 og verða ljúffengar kótilettur á boðstólum. Tveir fyrir einn er af bjór á meðan mótið stendur yfir. Ingó Veðurguð heldur síðan upp stuði og stemmingu strax að móti loknu (frítt inn).

„Þetta er kvöld sem engin hestaáhugamaður má láta framhjá sér fara,“ segir í tilkynningu frá stjórn 1. deildarinnar.

Það er hörku spennandi keppni í bæði einstaklings- og liðakeppninni í 1. deildinni. Eins og er stendur Guðmunda Ellen Sigurðardóttir efst með 20 stig, Snorri Dal er annar með 14 stig og í þriðja er sigurvegari síðustu greinar, Arnhildur Helgadóttir með 14 stig. Það er mjótt á munum í efstu sætum og nóg að stigum eftir í pottinum.

Í liðakeppninni er það lið Heimahaga sem er efst með 111,5 stig. Sportfákar eru í öðru sæti með 104,5 stig og með einu og hálfu stigi minna er lið Vindás/Stóðhestaval með 103 stig.

Það stefnir allt í skemmtilegt kvöld í Samskipahöllinni næsta laugardag.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar