Kveikur fer utan í dag

  • 26. október 2020
  • Fréttir

Hér heldur Kristbjörg Eyvindsdóttir í stóðhestinn Kveik við undirbúning á útflutningi.

Kveikur frá Stangarlæk 1 fer af landi brott nú seinni partinn í dag, þetta staðfesti Gunnar Arnarsson í samtali við Eiðfaxa en það er fyrirtæki þeirra Gunnars og Kristbjargar Eyvindsdóttur, Horseexport, sem annast útflutning á gripnum.

Hann mun fljúga til Liege í Belgíu þaðan sem hann verður fluttur til Danmerkur til núverandi eigenda Gitte og Flemming Fast.

Viðtal við Birgir Leó og Rögnu ræktendur Kveiks sem tekið var þegar Kveikur var seldur má nálgast með því að smella hér.

Viðtal við nýja eigendur Kveiks má nálgast með því að smella hér.

Þá fer einnig í sama flugi stóðhesturinn Styrkur frá Leysingjastöðum II sem einnig er nú í eigu þeirra Gitte og Flemming.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar