Kveikur og Styrkur komnir til Danmerkur

  • 28. október 2020
  • Fréttir

Á myndinni eru þau Gitte og Flemming með Styrk

Þeir Kveikur frá Stangarlæk 1 og Styrkur frá Leysingjastöðum II eru nú komnir til eigenda sinna í Danmörku þeirra Gitte og Flemming Fast. Þau eiga búgarðinn Lindholm Hoje, sem er staðsettur nálægt Álaborg.

Í samtali við Eiðfaxa sagði Gitte að þeir væru heilbrigðir eftir ferðalagið og virkuðu ánægðir með nýja heimilið, komnir á hús og farnir að éta og drekka.

Nú ættu evrópskir hrossaræktendur að láta sig hlakka til næsta sumars þegar þeir geta farið að nota þessa úrvals stóðhesta til undaneldis.

 

Kveikur í stíunni sinni

Tengdar fréttir

Kveikur fer utan í dag

Kveikur mun fara af landi brott í haust

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar