Landsmótsleikar Spretts og Fáks

  • 16. apríl 2024
  • Tilkynning
Landsmótsleikar Spretts og Fáks verða haldnir 21. apríl næstkomandi á gæðingavelli Spretts. Mótið hefst kl 11:00 og verður sambland af íþrótta- og gæðingakeppni. Keppt verður í tölti T7 í yngri flokkum ásamt heldri manna og kvenna flokknum með þeim valmöguleika að sýna yfirferðarbrokk í stað yfirferðartölts. Auk þess sem boðið verður upp á sérstaka forkeppni í A- og B-flokki gæðinga fyrir fullorðna.
Markmið mótsins er að auka stemminguna meðal félaganna fyrir Landsmót þar sem þau eru að eru að halda það í sameiningu í sumar.
Hér á eftir koma nánari útskýringar á flokkunum:
* Pollatölt pollaflokkur – pollar teymdir. 10 í holli. Riðið inni í höll.
* Pollatölt meistaraflokkur í boði – pollar ríða sjálfir. 5 í holli. Riðið inni í höll.
* T7 barnaflokkur – minna vön börn (merkt sem T8 barnaflokkur í sportfeng). Riðið er hægt tölt síðan snúið við og frjáls ferð á tölti eða brokki. 5 í holli.
* T7 barnaflokkur – meira vön börn, hægt tölt síðan snúið við og frjáls ferð á tölti eða brokki. 5 í holli.
* T7 unglingar – minna vanir unglingar, (merkt sem T8 unglingaflokku í sportfeng). Riðið er hægt tölt síðan snúið við og frjáls ferð á tölti eða brokki. 5 í holli.
* T7 unglingar – meira vanir unglingar, hægt tölt síðan snúið við og frjáls ferð á tölti eða brokki. 5 í holli.
* T7 ungmenni – ungmenni, hægt tölt síðan snúið við og frjáls ferð á tölti eða brokki. 5 í holli.
* T7 fullorðins – eldri menn og konur, hægt tölt síðan snúið við og riðið yfirferðargang á tölti eða brokki. 5 í holli.
* A flokkur gæðingaflokkur 1 – meira vanir, frjáls ferð á tölti, þar á eftir brokk og síðan haldið á beinu brautina fyrir skeið. 3 í holli.
* A flokkur gæðingaflokkur 2 – minna vanir, frjáls ferð á tölti, þar á eftir brokk brokk og síðan haldið á beinu brautina fyrir skeið. 3 í holli.
* B flokkur gæðingaflokkur 1 – meira vanir, hægt tölt, þar á eftir brokk og síðan yfirferðargangur. 3 í holli.
* B flokkur gæðingaflokkur 2 – minna vanir, hægt tölt, þar á eftir brokk og síðan yfirferðargangur. 3 í holli.
Skráningagjöld eru eftirfarandi:
* Pollar – frítt
* Börn og unglingar – 2000 kr
* Ungmenni og fullorðnir – 3000 kr
Það verða 3 dómarar sem gefa tölur ásamt því að riðin verða úrslit. Dómarar í íþróttahlutanum eru þau Arnhildur Halldórsdóttir, Brynja Viðarsdóttir og Ríkharður Flemming Jensen. Í gæðingahlutanum eru það þau Erla Guðný Gylfadóttir, Ríkharður Flemming Jensen og Þórir Örn Grétarsson.
Þetta mót eins og öll önnur væri ekki hægt að halda án frábærra styrktaraðila en þeir eru eftirfarandi: Lífland, Hrímnir, Hestvit/Árbakki, Málning, Remax fasteignasala, Tannbjörg, Dún og Fiður, Heimahagi, Útilíf, Útfarastofa Íslands og H.A. ráðgjöf. Þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn!
Unglingum og ungmennum er velkomið að keppa upp fyrir sig í A- og B-flokki, enda til mikils að vinna því að í 1. sæti í A-flokki 1. fl og B-flokki 1. fl eru frímiðar á Landsmót í vinning! Gerum okkur glaðan dag saman og undirbúum gæðingaveislu sumarsins. Skráningu lýkur á miðnætti þann 18. apríl.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar