Mótahluti HorseDay, störf dómara

  • 12. apríl 2024
  • Fréttir
Í dag innleiðir HorseDay nýja virkni, eitthvað sem ekki hefur sést áður.

Markmið þessarar nýjungar er að gefa áskrifendum HorseDay betri innsýn í störf dómara íþróttakeppninnar.

Áskrifendur fá samantekt á útstrikunum einkunna, frávikagreiningu einkunna, úttekt á röðun og yfirlit yfir dreifingu einkunna.

Þetta er nýjung og vonin er sú að virknin leiði til framfara og að notendur HorseDay hafi af þessu bæði gagn og gaman.

Mótahluti HorseDay fór í loftið í byrjun árs og hefur fengið góðar viðtökur. Allir notendur HorseDay geta fylgst með lifandi niðurstöðum móta, séð allar einkunnir og úrslit móta, jafnframt geta notendur flett upp eldri mótum.

Áskrifendur HorseDay fá að auki margskonar viðbót við grunnvirknina, þeir geta fylgt mótum, fengið tilkynningar, skoðað fyrri mótaárangur hesta, skoðað þróun árangurs frá ári til árs, skoðað athugasemdir við einkunnir og skoðað ítarlega úttekt dómastarfa á myndrænan hátt.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar