Opið gæðingamót Sleipnis

  • 29. maí 2020
  • Fréttir

Krókus frá Dalbæ hefur fjórum sinnum verið efstur á meðal A-flokks gæðinga í Sleipni

Opið gæðingamót Sleipnis fer fram á Brávöllum á Selfossi helgina 5.-7. Júní. Keppt er í öllum hefðbundnum flokkum gæðingakeppninnar og auk þess C1-flokki sem er hugsaður fyrir minna vana knapa.

Skráning er opin og er hún fram í gegnum Sportfeng þar sem velja þarf Sleipni sem mótshaldara.

Á gæðingamóti Sleipnis er keppt um tvo af merkilegustu gripum félagsins, Sleipnisskjöldinn og Klárhestaskjöldinn.

Efsti A-flokks gæðingur í eigu félagsmanns hlýtur Sleipnisskjöldinn sem fyrst var veittur árið 1950 og margir nafntogaðir gæðinga hafa hlotið. Ríkharður Jónsson myndhöggvari skar skjöldinn út í tré.

Í B-flokki er Klárhestaskjöldurinn veittur efsta gæðingi í eigu félagsmanns en það var Sigga á Grund listamaður, útskurðarmeistari og Sleipnisfélagi sem skar skjöldinn í tré.

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar