Opið íþróttamót Mána í lok apríl

  • 18. apríl 2024
  • Fréttir
"Við vonumst til að sjá sem flesta koma og taka þátt í fyrsta íþróttamóti ársins."

Opið íþróttamót Mána fer fram á Mánagrund í Keflavík daganna 26.-28. apríl.

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka og greinar:

  • Meistaraflokkur T1, T3, V1, V2, F1, F2, T2, T4, PP1, P2 100m skeið.
  • Ungmennaflokkur T1, T3, V1, V2, F1, F2, T2, T4, PP1.
  • 1. flokkur T3, V2, F2, T4, PP1.
  • 2. flokkur T3, T7, V2, V5, F2.
  • Unglingaflokkur T3, T4, T7, V2, V5, F2
  • Barnaflokkur T3, T7, V2, V5

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Sportfeng og lýkur skráningu á miðnætti sunnudaginn 23. apríl.

Skráningargjöld:

  • Meistaraflokkur, 1. og 2. flokkur, ungmennaflokkur og skeiðgreinar 6500 kr.
  • Börn og unglingar 5500 kr.

Skráningargjöld verða ekki endurgreidd nema með framvísun læknisvottorðs knapa eða hests.

„Við vonumst til að sjá sem flesta koma og taka þátt í fyrsta íþróttamóti ársins. Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina eða fella niður flokka ef næg þáttaka næst ekki. Ef vandamál koma upp varðandi skráningu þá vinsamlegast sendið tölvupóst á gjaldkeri@mani.is. Hlökkum til að sjá ykkur,“ segir í tilkynningu frá mótanefnd og stjórn Mána.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar