Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Ótrúlegur sigur Árna Björns

  • 12. apríl 2024
  • Fréttir
Þvílík spenna í einstaklingskeppninni í Meistaradeildinni

Þá er keppni lokið í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum og komið í ljós hver er Meistarinn 2024.

Það voru ekki margir sem veðjuð á að Árni Björn Pálsson yrði krýndur meistari í lok kvöldsins en sú er raunin. Hann vann einstaklingskeppnina með 42 stig, sjöunda sinn sem hann sigrar deildina.

Einstaklingskeppnin var jöfn í fyrra en ekki er það minna í ár. Einungis eitt stig skilur að efsta og fjórða knapann.

Gústaf Ásgeir Hinriksson endaði annar með 41,75 stig og í þriðja varð Glódís Rún Sigurðardóttir með 41,5 stig. Jakob Svavar Sigurðsson var síðan í fjórða sæti með 41 stig.

Ótrúleg lokastaða og þvílíkur árangur hjá öllum þessum fjórum knöpum.

Lokastaðan í einstaklingskeppninni

Árni Björn Pálsson 42 stig
Gústaf Ásgeir Hinriksson 41,75
Glódís Rún Sigurðardóttir 41,5
Jakob Svavar Sigurðsson 41
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 33
Ásmundur Ernir Snorrason 26
Jóhann Kristinn Ragnarsson 20,75
Konráð Valur Sveinsson 18
Ragnhildur Haraldsdóttir 17,75
Daníel Gunnarsson 17

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar