Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Páll Bragi vann töltið í Meistaradeildinni

  • 12. apríl 2024
  • Fréttir
Þá er keppni lokið í tölti í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum.

Ótrúlega sterk töltkeppni og margar glæsisýningar. Úrslitin voru afar spennandi og mjótt á munum.

Páll Bragi Hólmarsson og Vísir frá Kagðarhóli komu síðastir í braut í forkeppni en alls ekki sístir og tiltu sér strax á toppinn. Héldu þeir forustunni öll úrslitin og enduðu í 1. sæti með 8,83 í einkunn.

Jafnir í 2-3 sæti enduðu Árni Björn Pálsson á Kastaníu frá Kvistum og Gústaf Ásgeir Hinriksson á Össu frá Miðhúsum með 8,50 í einkunn.

Liðaplattann hlaut lið Hestvits/Árbakka og náðu þau að tilla sér í efsta sæti í liðakeppninni með 276 stig. Í öðru sæti fyrir skeiðið er lið Ganghesta/Margrétarhofs með 269 stig og í þriðja sæti lið Top Reiter með 252 stig. Heildarstöðuna í liðakeppninni* er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Glódís Rún ætlar gefur auðvitað ekkert eftir í einstaklingskeppninni og nældi sér í 5 stig í töltinu og er því nú með 39,5 stig. Jakob Svavar hefur þó saxað smá á forskotið og er nú með 37 stig og þriðja er Aðalheiður Anna með 33 stig. Gústaf Ásgeir og Árni Björn eru þó þarna rétt á eftir með 31,75 stig og 30 stig. Ef Gústaf lendir í efstu þremur og hin fá engin stig í skeiðinu getur hann unnið deildina eins með Árna Björn ef hann lendir í efstu tveimur og hin stigalaus getur hann unnið. Þannig eins og þið sjáið er keppnin galopin enn og allt getur gerst.

Ein grein eftir og spennan er áþreifanleg

Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr töltkeppninni.

Tölt T1 – Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur – A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Páll Bragi Hólmarsson Vísir frá Kagaðarhóli 8,83
2-3 Árni Björn Pálsson Kastanía frá Kvistum 8,50
2-3 Gústaf Ásgeir Hinriksson Assa frá Miðhúsum 8,50
4 Jakob Svavar Sigurðsson Skarpur frá Kýrholti 8,44
5 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði 8,39
6 Glódís Rún Sigurðardóttir Breki frá Austurási 8,06

Tölt T1 – Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Páll Bragi Hólmarsson Vísir frá Kagaðarhóli 8,33
2 Gústaf Ásgeir Hinriksson Assa frá Miðhúsum 8,30
3-4 Jakob Svavar Sigurðsson Skarpur frá Kýrholti 8,20
3-4 Árni Björn Pálsson Kastanía frá Kvistum 8,20
5 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði 8,07
6 Glódís Rún Sigurðardóttir Breki frá Austurási 7,97
7 Teitur Árnason Dússý frá Vakurstöðum 7,87
8 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum 7,83
9-11 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ 7,77
9-11 Ólafur Andri Guðmundsson Salka frá Feti 7,77
9-11 Guðmar Þór Pétursson Sókrates frá Skáney 7,77
12 Helga Una Björnsdóttir Bylgja frá Barkarstöðum 7,73
13 Hans Þór Hilmarsson Vala frá Hjarðartúni 7,50
14 Viðar Ingólfsson Vonandi frá Halakoti 7,47
15 Jón Ársæll Bergmann Móeiður frá Vestra-Fíflholti 7,43
16 Jóhanna Margrét Snorradóttir Kormákur frá Kvistum 7,40
17 Þorgeir Ólafsson Auðlind frá Þjórsárbakka 7,33
18 Bergur Jónsson Ljósálfur frá Syðri-Gegnishólum 7,23
19 Sara Sigurbjörnsdóttir Fluga frá Oddhóli 7,13
20-21 Fredrica Fagerlund Stormur frá Yztafelli 7,00
20-21 Flosi Ólafsson Röðull frá Haukagili Hvítársíðu 7,00
22 Eyrún Ýr Pálsdóttir Fjalar frá Vakurstöðum 6,93
23 Guðmundur Björgvinsson Adrían frá Garðshorni á Þelamörk 6,77

Liðakeppni

Hestvit/Árbakki 276
Ganghestar/Margrétarhof 269
Top Reiter 252
Hjarðartún 243
Austurkot/Pula 196
Hrímnir/Hest.is 193
Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 186

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar