Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Ráslistinn klár fyrir lokamót Meistaradeildarinnar

  • 10. apríl 2024
  • Fréttir
Lokamót Meistaradeildarinnar er á föstudaginn en þá verður keppt í flugskeiði og tölti.

Mikil spenna er fyrir kvöldinu en það er mjótt á munum á toppnum bæði í einstaklings- og liðakeppninni og því getur allt gerst. Glódís Rún Sigurðardóttir leiðir einstaklingskeppnina 34,5 stig en rétt á eftir henni eru þau jöfn með 30 stig Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Jakob Svavar Sigurðsson. Efst í liðakeppninni er lið Ganghesta/Margrétarhofs með 239 stig, í öðru er Hestvit/Árbakki með 234,5 stig og þriðja er lið Top Reiter með 215,5 stig.

Sigurvegarinn í tölti frá því í fyrra Árni Björn Pálsson á Kastaníu frá Kvistum mæta aftur til leiks og ætla sér eflaust að verja titilinn. Konráð Valur Sveinsson vann skeiðið í fyrra á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu en mun mæta með Kastor frá Garðshorni á Þelamörk á föstudaginn.

Tveir uppboðsknapar eru skráðir til leiks í tölti, Bergur Jónsson á Ljósálfi frá Syðri-Gegnishólum og Fredica Fagerlund á Stormi frá Yztafelli en gaman verður að sjá hvað þau gera.

Keppni hefst kl. 19:00 í HorseDay höllinni Ingólfshvoli en húsið opnar kl. 17:00. Eins og áður verða veglegar veitingar í boði fyrir keppni og þeir sem panta fyrirfram á hlaðborðið fá frátekið sæti í stúkunni.

​Ráslisti – Tölt T1
1 Bergur Jónsson Ljósálfur frá Syðri-Gegnishólum UPPBOÐSSÆTI
2 Fredrica Fagerlund Stormur frá Yztafelli UPPBOÐSSÆTI
3 Jóhanna Margrét Snorradóttir Kormákur frá Kvistum Hestvit / Árbakki
4 Hans Þór Hilmarsson Vala frá Hjarðartúni Hjarðartún
5 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum Ganghestar / Margrétarhof
6 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði Hrímnir / Hest.is
7 Ólafur Andri Guðmundsson Salka frá Feti Austurkot / Pula
8 Guðmundur Björgvinsson Adrían frá Garðshorni á Þelamörk Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
9 Eyrún Ýr Pálsdóttir Fjalar frá Vakurstöðum Top Reiter
10 Jakob Svavar Sigurðsson Skarpur frá Kýrholti Hjarðartún
11 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ Ganghestar / Margrétarhof
12 Guðmar Þór Pétursson Sókrates frá Skáney Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
13 Flosi Ólafsson Röðull frá Haukagili Hvítársíðu Hrímnir / Hest.is
14 Jón Ársæll Bergmann Móeiður frá Vestra-Fíflholti Austurkot / Pula
15 Glódís Rún Sigurðardóttir Breki frá Austurási Hestvit / Árbakki
16 Árni Björn Pálsson Kastanía frá Kvistum Top Reiter
17 Helga Una Björnsdóttir Bylgja frá Barkarstöðum Hjarðartún
18 Sara Sigurbjörnsdóttir Fluga frá Oddhóli Ganghestar / Margrétarhof
19 Þorgeir Ólafsson Auðlind frá Þjórsárbakka Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
20 Viðar Ingólfsson Vonandi frá Halakoti Hrímnir / Hest.is
21 Gústaf Ásgeir Hinriksson Assa frá Miðhúsum Hestvit / Árbakki
22 Teitur Árnason Dússý frá Vakurstöðum Top Reiter
23 Páll Bragi Hólmarsson Vísir frá Kagaðarhóli Austurkot / Pula

Ráslisti – Flugskeið
1 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sjóður frá Þóreyjarnúpi Hestvit / Árbakki
2 Guðmundur Björgvinsson Ögrunn frá Leirulæk Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
3 Flosi Ólafsson Orka frá Breiðabólsstað Hrímnir / Hest.is
4 Jón Ársæll Bergmann Rikki frá Stóru-Gröf ytri Austurkot / Pula
5 Daníel Gunnarsson Kló frá Einhamri 2 Ganghestar / Margrétarhof
6 Jakob Svavar Sigurðsson Jarl frá Kílhrauni Hjarðartún
7 Eyrún Ýr Pálsdóttir Sigurrós frá Gauksmýri Top Reiter
8 Guðmar Þór Pétursson Friðsemd frá Kópavogi Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
9 Benjamín Sandur Ingólfsson Ljósvíkingur frá Steinnesi Hrímnir / Hest.is
10 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Erla frá Feti Ganghestar / Margrétarhof
11 Glódís Rún Sigurðardóttir Vinátta frá Árgerði Hestvit / Árbakki
12 Jóhann Kristinn Ragnarsson Gnýr frá Brekku Austurkot / Pula
13 Þórarinn Ragnarsson Freyr frá Hraunbæ Hjarðartún
14 Konráð Valur Sveinsson Kastor frá Garðshorni á Þelamörk Top Reiter
15 Viðar Ingólfsson Ópall frá Miðási Hrímnir / Hest.is
16 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bríet frá Austurkoti Hestvit / Árbakki
17 Hanna Rún Ingibergsdóttir Orka frá Kjarri Austurkot / Pula
18 Þorgeir Ólafsson Rangá frá Torfunesi Þjóðólfshagi / Sumarliðabær
19 Árni Björn Pálsson Ögri frá Horni I Top Reiter
20 Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði Hjarðartún
21 Sigurður Vignir Matthíasson Magnea frá Staðartungu Ganghestar / Margrétarhof

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar