Landbúnaðarháskóli Íslands Skeifudagurinn á sumardaginn fyrsta

  • 23. apríl 2024
  • Fréttir

Morgunblaðsskeifan 2024 verður veitt á Skeifudeginum, Sumardaginn fyrsta 25. apríl og hefst dagskráin kl 13 á Mið-Fossum Mynd: LbhÍ

Skeifudagurinn á sér langa sögu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og var Morgunblaðsskeifan veitt fyst árið 1957.

Í ár er engin undantekning og sýna nemendur í reiðmennskuáfanga búfræðibrautar afrakstur vetrarins og fær sá er hæst stendur á því prófi Morgunblaðsskeifuna eftirsóttu. Í ár mun Forseti Íslands, Guðni Th. veita skeifuna við athöfn að Mið-Fossum sem er hestamiðstöð skólans.

Dagskráin hefst kl 13:00 á Mið-Fossum með sýningu og atriðum í reiðhöllinni til um kl 15:00 þegar verðlaunaathöfn fer fram í í hliðarsal á Mið-Fossum. Dagskrá og verðlaunaathöfn lýkur með útdrætti í hinu sívinsæla stóðhestahappadrætti sem nemendur í hestamannafélagi skólans Grana standa fyrir. Grani fagnar einnig í ár 70 ára afmæli í ár. Dagskrárlok eru áætluð um kl 16:00

Dagskrá í reiðhöll hefst kl 13:00

  • Fánareið og opnunarávarp
  • Sýningaratriði Hestafræðibrautar
  • Kynning búfræðinemenda á tamningartryppum sem keppa um Skeifuna
  • Sýningaratriði frá Hemlu
  • Sýningaratriði „Útlenska hestafræðin“
  • Úrslit í keppni um Gunnarsbikarinn

Fjáröflunarkaffi Búfræðinemenda og verðlaunaathöfn

  • Útskriftarskirteini veitt
  • Verðlaun Félags Tamningamanna veitt
  • Eiðfaxaverðlaun veitt
  • Morgunblaðsskeifan veitt af Forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni
  • Dregið í stóðhestahappadrætti Grana

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar