Stóðhestabókin komin í verslanir

  • 15. apríl 2024
  • Fréttir
370 blaðsíðna biblía ræktandans

Fátt er meira spennandi fyrir hrossaræktandann en að velja stóðhesta á hryssurnar sínar, nema ef vera skyldi að sjá afraksturinn. Stóðhestabókin hefur í mörg ár verið ómissandi verkfæri ræktandans til að búa til nýjar vonarstjörnur og hefur úrvalið af hátt dæmdum hestum sjaldan verið meira en í bókinni 2024.

Stóðhestabókin er komin á sölustaði á höfuðborgarsvæðinu. Bókin mun týnast inn í verslanir á landsbyggðinni á næstu dögum en sölustaði er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Ef þú ert áskrifandi þá fylgdi með Eiðfaxa vetur ávísun sem þú framvísar og færð bókina frítt gegn henni.

Stóðhestabókin fæst í eftirfarandi verslunum:

  • Ástund Austurveri
  • Baldvini og Þorvaldi, Selfossi
  • Equsana, Lynghálsi
  • Joserabúðinni, Ögurhvarfi
  • Landstólpa Egilsstöðum
  • Landstólpa, Gunnbjarnarholti
  • Líflandi, um allt land
  • Verslunin Eyri, Sauðárkróki
  • Vélaval, Varmahlíð

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar