Uppsveitadeildin Þorgeir vinnur Uppsveitadeildina

  • 11. apríl 2024
  • Fréttir
Benjamín og Þórarinn vinna skeiðið og töltið á lokamóti Uppsveitadeildar Jökuls og Flúðasveppa

Í kvöld fór fram lokakvöld Uppsveitadeildar Jökuls og Flúðasveppa í reiðhöllinni á Flúðum. Keppt var í tölti og flugskeiði.

Glæsilegir skeiðsprettir sáust í keppni í flugskeiði. Benjamín Sandur Ingólfsson og Ljósvíkingur frá Steinnesi voru fljótastir með tíman 2.85 sek.

Þórarinn Ragnarsson vann töltið á Valkyrju frá Gunnarsstöðum með einkunnina 7,61

Lið Sumarliðabæjar var stigahæst bæði í skeiðinu og töltinu og enduðu sem stigahæsta lið tímabilsins með 180 stig. Lið Vesturkots/Hófadyns/Dýralæknisins á Flúðum var í öðru sæti og Draupnir í þriðja sæti.

Einstaklingskeppnina vann Þorgeir Ólafsson með 66 stig en þetta er fjórða árið sem hann vinnur deildina. Í öðru sæti varð Benjamín Sandur Ingólfsson með 64 stig og þriðji Þórarinn Ragnarsson með 63 stig.

Úrslit kvöldsins eru hér fyrir neðan og lokastaðan í einstaklings- og liðakeppninni.

Liðakeppnin:

Sumarliðabær 180
Vesturkot/Hofadynur/Dýralæknirinn Flúðum 149
Draupnir 92
LogoFlex 83
Nautás 76
Lögmannstofa Ólafs Björnssonar 67

Einstaklingskepninn
1.Þorgeir Ólafsson Sumarliðabæ 66 stig
2.Benjamín Sandur Ingólfsson Sumarliðabæ 64 stig
3.Þórarinn Ragnarsson Vesturkot/Hófadynur/Dýralæknirinn á Flúðum 63 stig
4.Anna Kristín Friðriksdóttir Vesturkot/Hófadynur/Dýralæknirinn á Flúðum 40 stig
5.Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir Lögmannsstofa Ólafs Björnssonar 34 stig

Tölt:

A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Þórarinn Ragnarsson Valkyrja frá Gunnarsstöðum 7,61
2 Benjamín Sandur Ingólfsson Áki frá Hurðarbaki 7,11
3 Þorgeir Ólafsson Náttrún frá Þjóðólfshaga 1 7,06
4 Guðný Dís Jónsdóttir Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ 7,00
5 Sævar Örn Sigurvinsson Fjöður frá Hrísakoti 6,67

B úrslit

Sæti Knapi Hross Einkunn
6 Ásdís Ósk Elvarsdóttir Muni frá Syðra-Skörðugili 7,33
7 Stefanía Sigfúsdóttir Lottó frá Kvistum 6,78
8 Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir Hrauney frá Flagbjarnarholti 6,67
9 Jón William Bjarkason Tinna frá Reykjadal 6,61
10 Katrín Ósk Kristjánsdóttir Höttur frá Austurási 6,28

Skeið:
1 Benjamín Sandur Ingólfsson Ljósvíkingur frá Steinnesi 2,85
2 Þorgeir Ólafsson Ögrunn frá Leirulæk 2,86
3 Þorbjörn Hreinn Matthíasson Krafla frá Syðri Rauðalæk 2,94
4. Þórarinn Ragnarsson Bína frá Vatnsholti 2,95
5. Gyða Sveinbjörg Kristinssdóttir Snædís frá Kolsholti 3 3,12
6. Þorgils Kári Sigurðsson Gjóska frá Kolsholti 3 3,12
7. Guðný Dís Jónsdóttir Gosi frá Staðartungu 3,14
8. Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir Glitra frá Sveinsstöðum 3,23
9. Anna Kristín Friðriksdóttir Korka frá Litlu Brekku 3,26
10. Finnur Jóhannesson Baltasar frá Brekku 3,29

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar