Þýska meistaramótið hófst í gær

  • 17. september 2020
  • Fréttir

Karly Zingsheim og Náttrún mynd: Neddenstierfoto/Isibless

Þýska meistaramótiðhófstí gær þegar forkeppni í tölti T1 fór fram auk keppni í gæðingaskeiði.

Alls tóku 46 knapar þátt í töltinu og voru einkunnir frá 5,23 og upp í 8,30. Efstur að lokinni forkeppni er Karly Zingsheim á Náttrúnu vom Forstwald en einkunn hans er 8,30.  í öðru sæti er Sys Pilegaard á Abel fra Tyrevoldsdalmeð 8,13 og í því þriðja Lisa Drath á Kjalari frá Strandarhjáleigu með 8,07.

Niðurstöður  í tölti má skoða með því að smella hér

Eins og áður segir að þá fór keppni gæðingaskeiði einnig fram í gær og þar stóð efst Vicky Eggertsson á Salvör vom Lindenhof með 8,42 í einkunn. Beggi Eggertsson varð bæði í 2 og 3 sæti en hann og Besti frá Upphafi hlutu 8,33 í einkunn og þá hlaut hann 8,21 í einkunnn á Dynfara frá Steinnesi.

Vicky Eggertsson og Salvör vom Lindenhof mynd: Neddenstierfoto/Isibless

Niðurstöður í gæðingaskeiði má skoða með því að smella hér

Keppni heldur áfram í dag en nú fer fram keppni í slaktaumatölti og svo seinni partinn er það keppni í 250 metra og 150 metra skeiði.

Hægt er að kaupa sér aðgang að beinnin útsendingu með því að smella hér.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar