Tippari vikunnar Tippari vikunnar – Guðbrandur Stígur Ágústsson

  • 15. desember 2020
  • Fréttir
Þrettánda umferð ensku úrvaldsdeildarinnar hefst í kvöld.

Í hádeginu fimmtudaginn 17. desember verður jólahangikjötið frá KEA með uppstúf, kartöflum, jólarauðkálinu hans Ella og grænum baunum. Svo á eftir Rís a la Mande jólagrautur. Allt þetta á aðeins 2.790,- krónur. Láttu okkur vita ef þú kemur á pantanir@sportgrill.is og við getum líka útbúið fyrir vinnustaði í nágrenninu til að fá sent. Gleðileg jól ! Elli og Co

 

Þá er komið að þrettándu umferð Tippara vikunnar, í boði Sport og Grill Smáralind.

Í síðustu umferð var það Sindri Sigurðsson sem var með fjóra rétta.

Tippari þrettándu umferðar er Guðbrandur Stígur Ágústsson Kr-ingur og Tottenham maður.

„Það var vel til fundið hjá Magga Ben vini mínum að fá Stíg frá Stíghúsi, sem hefur fengið 9 sinnum 13 rétta í getraunum, til að tippa einn erfiðasta seðil tímabilsins. Meira og minna allir leikirnir erfiðir nema Tottenhamleikurinn“

En við sjáum til hvernig þetta fer.
Kveðja.
Meðhjálparasonurinn frá Stokkseyri

 

Spá Stígs er eftirfarandi:

Wolverhampton 1-2 Chelsea þriðjudag kl: 18:00
Chelsea vinnur þennan leik  þó ekki væri nema bara fyrir Jensa vin minn frá Sæfelli við Stokkseyri sem er harður stuðningsmaður Chelsea.

 

Manchester City 4-0 West Bromwich Albion þriðjudag kl: 20:00
Siggi Helga. vinur minn segir að þetta sé öruggur sigur hjá hans mönnum og enginn þekkir City betur en hann.

 

Arsenal 1-3 Southampton miðvikudag kl: 18:00
Southampton vinnur auðveldan sigur á erkióvininum frá Norður-Lundúnum. Snorri Kristjáns og Hulda Geirs gráta í koddann enn eina umferðina.

 

Leeds United 1-1 Newcastle United miðvikudag kl: 18:00
Mjjög erfiður leikur, hann fer að öllum líkindum jafntefli. Freistandi að spá sigri Newcastle vegna þess að þeir spila í KR-búningunum.

 

Leicester City 1-0 Everton miðvikudag kl: 18:00
Leicester vinnur sennilega þennan leik þrátt fyrir að Everton sé með Gylfa Sig. Leicester vinnur og að sjálfsögðu er það Jamie Vardy sem klárar þetta fyrir Refina.

 

Fulham 0-0 Brighton & Hove Albion miðvikudag kl: 20:00
Þrátt fyrir gott stig hjá Fulham á móti Liverpool í síðasta leik þá klára þeir ekki þennan leik, við setjum jafntefli á þetta.

 

Liverpool 1-2 Tottenham miðvikudag kl: 20:00
Já sæll, enginn smá leikur hér á ferðinni. Erfiðari gerast þeir ekki. En að öllu samanlögðu þá vinnur Tottenham þennan leik. Kane og Son með sitthvort markið. En í fjarveru Van Djik stígur Fabino upp og nær að laga stöðuna fyrir Liverpool í uppbótartíma og skorar eftir horn. Þannig að Maggi minn Ben og Beggi á Minni-Völlum þið verðið endanlega skildir eftir í öðru sæti eftir þessa umferð.

 

West Ham United 2-1 Crystal Palace miðvikudag kl: 20:00
Held að liðið hans Matta vinar míns frá Stokkseyri, sem er einn besti fótboltamaður sem Suðurland hefur átt fyrr og síðar vinni þennan leik. Þannig að við segjum að West Ham vinni.

 

Aston Villa 3-0 Burnley fimmtudag kl: 18:00
Aston Villa vinnur þennan leik alltaf, Jói Berg meiddur þannig að Burnley á ekki séns.

 

Sheffield United 0-3 Manchester United fimmtudag kl 20:00
United vinnur þennan leik. Cavani með tvö og Rashford eitt.

 

 

Staðan:

Jón Árnason 6 réttir

Þórir Örn Grétarsson 6 réttir

Ingibjörg Guðmundsdóttir 6 réttir

Eiríkur Jónsson 6 réttir

Ragnhildur Loftsdóttir 6 réttir

Steindór Guðmundsson 5 réttir

Guðmundur Arnarsson 5 réttir

Ágúst Sigurðsson 5 réttir

Flosi Ólafsson 4 réttir

Sigurður Örn Ágústsson 4 réttir

Sindri Sigurðsson 4 réttir

Finnbogi Geirsson 2 réttir

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<