Ungfolasýning á Selfossi

  • 9. apríl 2024
  • Fréttir
Kynbótanefnd Sleipnis stendur fyrir ungfolasýningu í Sleipnishöllinni

Ungfolasýningin verður á sunnudaginn 14. apríl n.k og byrjar kl 13:00. Í boði er að koma með 2 og 3 vetra fola (fædda 2021 og 2022) og mega 3 vetra hestarnir vera á járnum að framan.

Tveir kynbótadómarar verða á staðnum sem skoða hestana, þeir Guðbjörn Tryggvason og Arnar Bjarki Sigurðsson og munu þeir gefa ráðgjöf og leiðbeinandi upplýsingar.

„Umfram allt ætlum við að hafa gaman af þessu. Einum hesti í einu verður stillt upp í byggingardóm og hann svo látinn hlaupa frjáls svo hægt sé að gera úttekt,“ segir í tilkynningu frá kynbótanefnd Sleipnis.

Áætlaður sýningartími á hest er ca. 15 mínútur og verður þeim raðað niður á tíma í sýningaröð eftir að skráningu lýkur.

Skráningarfrestur er til miðnættis föstudaginn 12. apríl. Verð á hest er aðeins kr 2.000.- sem þarf að greiða við skráningu með millifærslu. Skráning fer fram í gegnum netfangið kynbotanefndsleipnis@gmail.com þar sem fram þarf að koma nafn á hestinum, hvenær fæddur, faðir, móðir og eigandi. Skráningin staðfestist svo með greiðslu innan sólarhrings inná 152 – 26 – 100174, kt 590583-0309

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar