Uppsveitadeildin ráslisti – Sex hross með níu eða hærra fyrir skeið

  • 19. febrúar 2020
  • Fréttir

Verðlaunahafar í fjórgangi í Uppsveitadeildinni

Föstudagskvöldið 21 febrúar næstkomandi verður keppt í fimmgangi í Uppsveitadeildinni í reiðhöllinni á Flúðum. Keppni hefst stundvíslega kl. 20.0

Það er nokkuð ljóst að keppni verður hörð í fimmgangnum þar sem hvergi verður neitt til sparað. Til leiks eru skráðir margir sterkir hestar, þar af 6 hross sem hlotið hafa 9 eða hærra fyrir skeið í kynbótadómi, m.a. tveir hestar með hvorki meira né minna en 10 fyrir skeið !

Aðeins tvö pör af þeim 9 sem riðu til úrslita í fyrra eru aftur skráð til leiks í ár en það eru Jón William Bjarkason og Vaka fá Ásbrú og Sólon Morthens og Katalína frá Hafnarfirði sem sigruðu fimmganginn í fyrra og verður spennandi að sjá hvað þau gera.

Veitingasalan verður að sjálfsögðu opin þar sem m.a. verður seld súpa og bjór og ýmislegt fleira og því er upplagt að mæta snemma og fá sér að borða áður en keppnin hefst.

Hér fyrir neðan er ráslisti kvöldsins, við hvetjum ykkur endilega til að mæta á Flúðir og fylgjast með, lifandi niðurstöður verða á facebook síðu Uppsveitadeildarinnar – Uppsveitadeildin 2020 endilega fylgist með þar 

 

KNAPI                                     LIР                                         HESTUR

  1. Rósa Birna Þorvaldsdóttir KÍLHRAUN Bragi frá Skriðu
  2. Karen Konráðsdóttir ÁRBÆJARHJÁLEIGA Lind frá Hárlaugsstöðum
  3. Brynja Amble Gísladóttir STORM RIDER Flugnir frá Ketilsstöðum
  4. Sólon Morthens FRIÐHEIMAR/SKJÓL Katalína frá Hafnarfirði
  5. Þorgils Kári Sigurðsson BALDVIN OG ÞORVALDUR Stoð frá Hrafnagili
  6. Kristín Magnúsdóttir MEISTARI LOFTUR Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk
  7. Sandra Pétursdotter Jonsson BREKKA/HJARÐARHOLT/MIÐENGI Díva frá Minni Borg
  8. Ragnhildur Haraldsdóttir KÍLHRAUN Kappi frá Kambi
  9. Hanifé Muller-Schoenau ÁRBÆJARHJÁLEIGA Fura frá Árbæjarhjáleigu II
  10. Þórarinn Ragnarsson STORM RIDER Glaður frá Kálfhóli 2
  11. Daníel Larsen FRIÐHEIMAR/SKJÓL Sjálfur frá Borg
  12. Guðjón Sigurðsson BALDVIN OG ÞORVALDUR Frigg frá Varmalandi
  13. Einar Logi Sigurgeirsson MEISTARI LOFTUR Sóldögg frá Miðfelli 2
  14. Halldór Þorbjörnsson BREKKA/HJARÐARHOLT/MIÐENGI Dalur frá Miðengi
  15. Helgi Þór Guðjónsson KÍLHRAUN Móri frá Kálfholti
  16. Hekla Katharína Kristinsdóttir ÁRBÆJARHJÁLEIGA Jarl frá Árbæjarhjáleigu II
  17. Reynir Örn Pálmason STORM RIDER Þristur frá Tungu
  18. Þorgeir Ólafsson FRIÐHEIMAR/SKJÓL Snilld frá Fellskoti
  19. Ragnheiður Hallgrímsdóttir BALDVIN OG ÞORVALDUR Vonar frá Eystra-Fróðholti
  20. Jón William Bjarkason MEISTARI LOFTUR Vaka frá Ásbrú
  21. Jón Óskar Jóhannesson BREKKA/HJARÐARHOLT/MIÐENGI Örvar frá Gljúfri

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar