Meistaradeild Ungmenna og Top Reiter 2023 Védís Huld sigurvegari Meistaradeildar Ungmenna

  • 7. apríl 2024
  • Fréttir
Lið Hrímnis stigahæsta liðið

Lokamótið í Meistaradeild Ungmenna og Top Reiter fór fram í gær þegar keppt var í tölti og skeiði í gegnum höllina. Heildarúrslit mótsins má skoða með því að Smella hér.

Védís Huld varð stigahæsti knapi vetursins með 40 heildarstig en stigahæsta liðið varð lið Hrímnis með 392,5 stig en liðsmenn þess eru Benedikt Ólafsson, Hulda María Sveinbjörnsdóttir, Sigurður Baldur Ríkharðsson og Signý Sól Snorradóttir.

Að lokinni sterkri forkeppni í tölti fór það svo að Védís Huld Sigurðardóttir stóð efst í töltinu á Ísaki frá Þjórsárbakka með í 7,95 í einkunn og annar varð Matthías Sigurðsson á Tuma frá Jarðbrú með 7,72. Það má segja að þessi niðurstaða töltsins hafi skilað því að Védís Huld stóð að lokum uppi sem sigurvegari í heildarstigakeppni einstaklinga, því aðeins einu stigi munaði að lokum á henni og Matthíasi.

A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Védís Huld Sigurðardóttir Ísak frá Þjórsárbakka 7,94
2 Matthías Sigurðsson Tumi frá Jarðbrú 7,72
3-4 Signý Sól Snorradóttir Rafn frá Melabergi 7,33
3-4 Benedikt Ólafsson Biskup frá Ólafshaga 7,33
5 Jón Ársæll Bergmann Heiður frá Eystra-Fróðholti 7,06
Jón Ársæll Bergmann og Rikki frá Storu-Gröf ytri voru fljótastir i gegnum höllina á tímanum 5,56 sekúndur en önnur varð Herdís Björg Jóhannsdóttir á Þórvöru frá Lækjarbotnum á tímanum 5,71 sekúndu.
Sæti Knapi Hross Tími
1 Jón Ársæll Bergmann Rikki frá Stóru-Gröf ytri 5,56
2 Herdís Björg Jóhannsdóttir Þórvör frá Lækjarbotnum 5,71
3 Sara Dís Snorradóttir Djarfur frá Litla-Hofi 5,98
4 Benedikt Ólafsson Vonardís frá Ólafshaga 6,03
5 Auður Karen Auðbjörnsdóttir Fjöður frá Miðhúsum 6,08

 

Niðurstöður í einstaklingskeppninni.
Védís Huld Sigurðardóttir
40
Matthías Sigurðsson
39
Benedikt Ólafsson
33
Jón Ársæll Bergmann
33
Signý Sól Snorradóttir
31
Niðurstöður í Liðakeppni
Hrímnir
392,5
Hjarðartún
373
Ellert Skúlason/Hofsstaðir. Gbr.
302,5
Miðás
271,5
Hamarsey/E. Alfreðsson
268
Stormrider
246,5
Fákafar/Hestvit
206
Morastaðir
128,5
Belcando
52

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar