Vel hestaður með tvær hryssur sem skiluðu sigri í uppsveitadeildinni

  • 24. mars 2020
  • Sjónvarp Fréttir

Uppsveitadeildin er ein af fáum keppnisdeildum sem lokið er þetta árið en síðasta keppniskvöld í deildinni fór fram föstudaginn 13.mars. Alls var keppt á þremur keppniskvöldum í fjórum greinum fjórgangi, fimmgangi og svo síðasta kvöldið í tölti og skeiði í gegnum höllina.

Þorgeir Ólafsson stóð uppi sem sigurvegari í einstaklingskeppninni en lið Kílhrauns sigraði liðakeppnina. Lesa má allt um úrslit á síðasta kvöldinu með því að smella hér.

Blaðamaður Eiðfaxa var á ferðinni um daginn og hitti sigurvegaran þar sem hann var við tamningar í Fellskoti en viðtal við hann og Birgittu unnustu hans mun birtast á vefnum í vikunni. Viðtal við Þorgeir má nálgast í spilaranum hér að ofan.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<