„Viljum vera 100% viss um það að ekki sé hægt að halda HM“

  • 19. maí 2021
  • Sjónvarp Fréttir

Eins og hestamenn vita var Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fara átti fram í Herning í Danmörku aflýst vegna þeirrar óvissu sem ríkir með þátttöku allra þjóða vegna Covid-19.

Blaðamönnum Eiðfaxa barst það til eyrna að nú stæði yfir vinna við það að reyna að snúa þessari ákvörðun og halda Heimsmeistaramót í ár.

Með þá vitneskju var haldið af stað og Guðni Halldórsson, formaður LH, stóð fyrir svörum um þá tilraun að reyna að blása lífi í HM að nýju.

Í viðtalinu hér að ofan útskýrir hann hvaða vinnur liggur nú þegar að baki í þeim málum og hvert framhaldið sé.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar