Yngri hliðin – Hákon Dan Ólafsson

  • 30. ágúst 2021
  • Fréttir

Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins. Kristófer Darri Sigurðsson var síðastur til svara og skoraði hann á Hákon Dan Ólafsson sem tók að sjálfsögðu áskoruninni.

Hér fyrir neðan má finna svör Hákons sem og nafn þess sem hann skorar næst að sýna á sér hina hliðina en hver það er kemur í ljós neðst í fréttinni.

Fullt nafn?

Hákon Dan Ólafsson

Gælunafn?

Konni

Hestamannafélag?

Fákur

Skóli?

Er ekki í skóla

Aldur?

19 ára

Stjörnumerki?

Bogamaður

Samskiptamiðlar?

Instagram,snapchat,Facebook

Uppáhalds drykkur?

Kók

Uppáhalds matur?

Naut og bernes

Uppáhalds matsölustaður?

Sushi Social

Uppáhalds sjónvarpsþáttur?

Peeky Blinders

Uppáhalds tónlistarmaður?

Bubbi Morthens

Fyndnasti Íslendingurinn?

Steindi

Uppáhalds ísbúð?

Ísbúð Huppa

Kringlan eða Smáralind?

Smáralind

Hvað viltu í bragðarefinn þinn?

Jarðarber,bláber,dæm og þrist

Þín fyrirmynd?

Þær eru svo ótal margar og ég reyni alltaf að taka það sem mér þykir frábært hjá hverjum og einum til mín

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt?

Hafþór Hreiðar Birgisson?

Sætasti sigurinn?

Þegar ég varð Íslandsmeistari í tölti á Gorm Frá Garðarkoti

Mestu vonbrigðin?

Þegar ég lenti í öðru sæti á honum Gorm mínum í úrslitum á Landsmóti 2016 með aðeins 0,001 mun á fyrsta og öðru sæti það var súrt. Úrslit sem ég mun aldrei gleyma.

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin? 

Stóðhestabókin

Uppáhalds lið í íslenska boltanum?

Á mér ekkert uppáhalds lið í íslenska boltanum

Uppáhalds lið í enska boltanum?

Liverpool

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju?

Ég myndi velja Kötlu frá Ketilsstöðum, vegna þess að mér finnst hún vera yfirburðar gæðingur og sýndi það ótal sinnum.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins?

Jón Ársæll Bergmann

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi?

Fallegasti hestamaðurinn er klárlega Viðar Ingólfsson

Uppáhalds hestamaðurinn þinn?

Þar er Ásmundur Ernir með yfirburði

Besti knapi frá upphafi?

Árni Björn Pálsson

Besti hestur sem þú hefur prófað?

Mér finnst nú erfitt að velja einhvern einn hest en ég myndi segja að það sé Gormur gamli því það er besta tölt sem ég hef setið

Uppáhalds staður á Íslandi?

Á engan uppáhaldsstað, bara alls staðar þar sem er gaman.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa?

Skoða símann

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum?

Nei það geri ég ekki

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla?

Við getum orðað það þannig að það var allavega bíó að sjá mig í stafsetningar prófi

Í hverju varstu bestur/best í skóla?

Sennilega heimilisfræði

Vandræðalegasta augnablik?

Á svo mörg og ekkert sem á heima á netinu haha

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju?

Benjamín,Ásmund,Arnór Dan

Sturluð staðreynd um sjálfan þig?

Ég er flinkur á trommur

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju?

Benjamín Sandur þó maður viti alveg að hann er virkilega seigur þá kemur hann manni alltaf dáldið á óvart eins og hann sýndi svo sannarlega í sumar þegar hann fór á 7,25 í 100m skeiði á Íslandsmóti.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja?

Ég myndi spyrja Björgúlf Thor hvernig maður verður ríkur

 

Ég skora á Jóhönnu Guðmundsdóttir

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar