Skýr frá Skálakoti á Gauksmýri

  • 28. apríl 2012
  • Fréttir
Skýr frá Skálakoti á Gauksmýri

Stóðhesturinn Skýr IS2007184162 frá Skálakoti verður til afnota á Gauksmýri í Húnaþingi vestra eftir landsmót . 

Hesturinn verður á vegum Hrossaræktarsambands  V-Hún og Félags Hrossabænda í A-Hún.
Hann var sýndur á Landsmóti í fyrra þá 4 vetra og hlaut þá 8,41 fyrir sköpulag og 8,30 fyrir hæfileika. Fyrir hæfileika hlaut hann 8,5 fyrir alla eiginleika nema 7,0 fyrir skeið; 8,0 fyrir fet og 9,0 fyrir fegurð í reið. Í aðaleinkunn fékk hann þá 8,35 og er með 122 stig í kynbótamati  
 
Faðir: Sólon frá Skáney Móðir:  Vök frá Skálkoti
Skýr verður á Gauksmýri eftir Landsmót og er gjaldið með öllu fyrir fengna hryssu 155.000 kr
 
Upplýsingar gefur Jóhann Albertsson Gauksmýri s. 869-7992. Pantanir óskast sendar sem fyrst á gunnar@thingeyrar.is 
 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar