Hestaþing Snæfellings – Niðurstöður

  • 13. júní 2021
  • Fréttir

Sægrímur vann A-flokk og var valin glæsilegasti hestur mótsins. Jón Bjarni Þorvarðarson ræktandi og eigandi stendur við hlið hans og knapi er Viðar Ingólfsson

Hestaþing Snæfellings fór fram í Stykkishólmi, keppt var í gæðingakeppni og var einnig um úrtöku fyrir Fjórðungsmót að ræða.

Það virðist vera svo að ræktendur og eigendur hrossa ætli að senda sína bestu hesta til leiks í gæðingakeppni á fjórðungsmóti því nú þegar hafa mörg frábær hross og knapar unnið sér þátttökurétt á mótið.

Sægrímur frá Bergi stóð efstur í A-flokki gæðinga með 8,94 í úrslitum sýndur af Viðari Ingólfssyni en Sægrímur var einnig valinn glæsilegasti hestur mótsins.

Steggur frá Hrísdal var efstur í forkeppni í B-flokki með einkunnina 8,70 og því með þátttökurétt á Fjórðungsmóti. Hann mætti hinsvegar ekki til úrslita og tók þá systir hans, Eyja frá Hrísdal, við keflinu og stóð efst í úrslitum með 8,72 í einkunn. Siguroddur Pétursson sýndi bæði þessi hross.

Haukur Orri  Bergmann Heiðarsson og Abba frá Minni-Reykjum sigruðu keppni í barnaflokki með 8,38. Systir hans, Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir, lék sama leik í unglingaflokki og vann með einkunnina 8,47. Í B-flokki ungmenna van Inga Dís Víkingsdóttir á Ósk frá Hafragili með 8,54 í einkunn.

Niðurstöður frá Hestaþingi Snæfellings

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar